Ógeðslegar árásir að Birni Bjarnasyni

bjbjFrekar dapurlegt er að sjá brot af því persónulega skítkasti sem Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur fengið eftir þarfar aðgerðir lögreglunnar við Rauðavatn í gær þegar að mótmæli atvinnubílstjóra runnu endanlega út í sandinn. Þar er honum óskað dauða og öllu illu. Ekki er það neinum til sóma að skrifa svona, þó mögulega séu ólíkar skoðanir uppi á deiluefnum í samfélaginu.

Held að það væri gott fyrir suma að fara að róa sig aðeins niður úr vitleysunni sem hefur heltekið þá í þessum glötuðu mótmælum. Svona orðaval og framkoma styrkir engan málstað og sýnir aðeins þroskaleysi þeirra sem þannig skrifa.

Tel að Björn hafi gert rétt í því að birta brot af þessu ógeði sem til hans hefur verið beint. Ekki hefðu allir birt svona skrif á vef sínum en í þessu tilfelli tel ég að nauðsynlegt sé að birta brot af þessu. Þó ógeðslegt sé það.

Fyrst að þessi tvö tölvubréf til Björns voru svona ógeðsleg er nema von að spurt sé hvernig öll hin hafi verið?

mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er hann stríðsbjörn(Björn Bjarnason) örugglega að skála í kampavíni til að fagna því að loks er hægt að nota þessa sérsveit á móti landslýðnum, sem hann er búin að vera að stofna til á undanförnum árum. Hann er búinn að eyða ótöldum milljónatugum í að kaupa alls konar varnarskyldi og piparúða handa þessum "wannabee counter terrorism" sérsveitarmönnum. BB vill endilega fjölga í þessu liði og stofna her það er hans draumur. Á meðan þurfum við saklaus landinn að sitja og standa eins og þessir herrar segja. Ef við vogum okkur til að mótmæla erum við miskunalaust barðir niður í svaðið "a la USA". Við erum víst búnir að kjósa þessi ósköp yfir okkur því miður og lítið sem við getum gert í því núna. Mikið vildi ég gefa fyrir að sjá þennan svokallaða "hættuleasta mann íslenska lýðveldisins" burtu úr pólitíkinni. Það væri virkilega ástæða til að lyfta glasi og drekka kampavín. . Með einlægri ósk um að landslýður sjái sér fært um að styrkja og styðja hetjur okkar á flutningarbílunum. Kveðja Þorvaldur.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:16

2 identicon

Þetta er námkvæmlega það sem hann á skilið!!!

Jóhann (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Sammála þér. Ef einhver stjórnmálamaður er forspár og klár þá er það Björn Bjarnason. Hann sagði fyrir um vandamál útlendingamála hér en var hrópaður niður af Samfylkingarfólki og Vinstrimönnum, hann sá fyrir vandamál í fákeppni og eignarhaldi auðmannaklíkunnar og var hrópaður niður og auglýstur sem vanhæfur ráðherra, hann sá fyrir óöld og boðaði sterktar eftirlit lögreglu og var hrópaður niður. Fólk á að skammast sín því hann lætur ekki draga sig út um víðan völl eins og margur stjórnmálamaðurinn og setur aldrei eigin hagsmuni skör ofar hagsmunum almennings. Góð grein hjá þér Stefán!!

Jónína Benediktsdóttir, 24.4.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þegar lögreglan gerir eitthvað gott þá er henni þakkað og hrósað. Ef lögreglan gerir sem menn dæma sem slæmt þá er það Birni Bjarnarsyni að kenna.

Að orðunum hér að ofan að dæma þá er ég ekki viss um að Þorvaldur Þórsson og Jóhann séu með réttu ráði.

Menn öskra sig hása yfir að við búum í lögregluríki.  Ísland lögregluríki??? Þetta er mikil móðgun við alla þá sem hafa þurft að búa í lögregluríkjum þar sem leyniþjónustann mætti og sendi menn í gúlakið án dóms og laga. 

Menn eru ósáttir við það að fá ekki að beita aðferðum handrukkara á samborara sinna. Eins og Handrukkararnir beita bílstjórar ofbeldi til þess að fá sínu framgengt.  

Fannar frá Rifi, 24.4.2008 kl. 12:26

5 identicon

Hættu þessu Stefán. Hann Björn Bjarnason er hættulegur öfgamaður eins og við höfum séð í mörg ár. Kannski þið Sjálfstæðismenn ættu að koma út úr skelinu og sjá það sem almenningur hefur lengi vitað. Við þurfum ekki Donald Rumsfield hérna á Íslandi. NEI TAKK

Og bíddu bara Stefán.. Þegar Björn hættir sem dómsmálaráðherra.. Við skulum sjá hvert hann fer og þá sérðu hans rétta eðli. Það verður án efa eitthvað tengt varnar og öryggismálum hér á landi. Ég sé enn þá ljóslifandi sýn sem ég varð vitni á í áramótaskaupinu fyrir allmörgum árum þegar Örn Árnason lék okkar einlæga Björn Bjarnason upp á klæddur í Rambó stíl.

Og Jónína! Að tileinka sér að Sjálfstæðismenn hafi eitthvað að segja með vandamál útlendinga hér á landi er algjör firra. það heyrðist ekki píp frá ykkur fyrir kostningar þar sem þið vissuð ekki í hvorn fótinn þið ættuð að stíga í .

Og svo heldur Jónína áfram: "Hann sagði fyrir um vandamál útlendingamála hér en var hrópaður niður af Samfylkingarfólki og Vinstrimönnum, " Guð minn álmáttugur. Hvar búið þið fólk eiginlega. Það þorði engin Sjálfstæðimaður að opna múlinn á sér og tala um útlendinga korter fyrir kostningar.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:51

6 identicon

Reiðir tímar. Gleðilegt sumar héðan úr þorpinu...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:01

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála rétt að Björn birti þennan tölvupóst.

Gleðilegt sumar.

Óðinn Þórisson, 24.4.2008 kl. 14:35

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er dapurlegt hvernig sumir missa sig alveg í hita leiksins.

Jón byskup Vídalín segir í einni af frægustu prédikunum sínum: Sá sem reiður er, er vitlaus! Ljóst er að þegar reiði rennur á menn þá lokast gjörsamlega fyrir skilningsvitin og menn grípa þá til einhvers sem þeim er ekki sómi að. Oftast er reiði undanfari ofbeldisverka.

Þessi mótmæli eiga ábyggilega eftir að draga dilk á eftir sér.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2008 kl. 16:58

9 identicon

Góður pistill Stefán einsog svo oft áður. Sammála Guðjóni að ofan líka. Skynsamt fólk framkvæmir ekki í reiði. Það hugsar fyrst og framkvæmir svo. Því miður virðist þetta ekki komast að hjá mörgum í augnablikinu.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband