Voru umdeildar aðgerðir lögreglunnar réttar?

Frá mótmælum Deilt hefur verið um hlut lögreglunnar í mótmælunum við Rauðavatn á miðvikudag. Er sammála Láru Ómarsdóttur, fyrrum fréttamanni Stöðvar 2, í Kastljósviðtali í kvöld að lögreglan hafi ekki átt annarra kosta völ en taka á stöðu mála af ábyrgð og festu á miðvikudag. Mótmælin voru komin út í vitleysu. Ekkert benti til að bílstjórar ætluðu að færa bílana - engin stjórn var á því sem gerðist þar og flest sem benti til að ráðast ætti að lögreglumönnum.

Held að enginn sé hlynntur því að gas sé notað á fólk í mótmælum. En lögreglan þarf að beita valdi til að verjast ágangi þeirra sem veitast að henni. Sem betur fer eru ekki mörg dæmi um það í seinni tíð. Þarna var ástandið við suðumörk og flest sem benti til að stjórnleysið í hópnum væri orðið það mikið að taka yrði af skarið. Pétur Tyrfingsson ritaði ágætis grein á vef sinn um það hvernig öflugur leiðtogi hefði leitt sinn hóp í mótmælum en það hafi ekki gerst við Rauðavatn, þar sem enginn alvöru leiðtogi hefði frontað.

Mæli með þessari grein. Hann þekkir mjög vel mótmælasnilld og hvernig á að berjast frá verkalýðsdögunum og ég tel að hann hafi rétt fyrir sér hvar þetta varð að þeim skrípaleik sem blasti við þegar að leið á miðvikudaginn og unglingar í skemmtanaleit voru farnir að henda eggjum á lögreglumenn, bara vegna þess að það væri svo gaman en ekki vegna þess að þeir væru að verja af hugsjónaeldi málstað bílstjóranna. Lögreglunni ber að hafa stjórn á aðstæðum og ég tel að hún hafi orðið að grípa inn í.

Ekki ætla ég að segja hvort hún gekk of langt, en aðstæður voru þess eðlis að allt var farið út í vitleysu hvort eð er. Vonandi læra allir eitthvað á þessu máli, löggan sem og aðrir. Sérstaklega þó þessir bílstjórar, sem tókst undraskjótt að eyðileggja mótmælin fyrir sér, með lélegri taktík og afspyrnuslöppum talsmanni, sem því miður hefur alveg hjálparlaust gengisfellt í senn sjálfan sig og málstað þeirra sem hann frontar.

mbl.is Lögreglan eyddi gögnum af farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær megum við annars búast við að hjúkrunarfræðingar landsins verði teknir af lögreglu og barðir og meisaðir vegna mótmælaaðgerða þeirra?

Er ekki heilsufari og líföryggi borgarana ógnað með athæfi þeirra? Það er allavega alveg á hreinu að það er fleirum borgurum stefnt í hættu með þeirra aðgerðum en að loka einni og einni götu þar sem fólk tefst og mætir í mesta lagi aðeins of seint til vinnu.

Glanni (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta voru ólöglegar aðgerðir Glanni. Bílstjórarnir höfðu fengið mjög drjúgan tíma til sinna mótmæla, eiginlega einum of langan myndi einhver segja. Held annars að það hafi blasað við að undanförnu að upp úr myndi sjóða. Staðan var bara þannig. Hart mætti hörðu. Held að þessar aðgerðir hafi verið sterkt statement fyrst en þær eru orðnar útþynntar og eins og Pétur Tyrfingsson bendir á hefur málstaðurinn verið eyðilagður með rangri taktík. Pistillinn hans er góður og ég hvet alla til að lesa hann.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.4.2008 kl. 01:23

3 identicon

Það má reyndar við þetta bæta að Kristján Möller ætlar ekki að verða við kröfum þeirra um að slaka á kröfum um hvíldartíma, merkileg frétt sem virðist ekki hafa skilað sér sem skyldi

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397907/1

Bjarni (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 01:50

4 identicon

Ólöglegar  já, en  hverjir setja lögin? Það er búið að senda bréf, það er búið að hitta þetta fólk, búið að hafa samráð um lögleg mótmæli  o.s.frv. Hvað er hægt að gera þegar ekkert er hlustað? Bara beðið eftir því að þetta líði hjá?

Við vitum það báðir að ef að menn hefðu bein í nefinu þarna upp á þingi þá væri fyrir löngu komin einhverskonar lausn á þessu máli þó ekki væri nema tímabundin lausn og þessu ´´ófremdarástandi´´ myndi ljúka.

Glanni (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 02:19

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er nokkuð ömurlegt að heyra hreinleikavottorð ykkar á nasískar aðgerðir lögreglunnar í boði generals Bjarnasonar.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.4.2008 kl. 02:19

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Er búin að fylgjast með þessum mótmælum atvinnubílstjóra og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Þeir eru að gera hluti sem við almúginn hefðum átt að gera fyrir löngu síðan þ.e. berjast fyrir því að lifa mannsæmandi lífi á Íslandi. Við almúginn höfum látið allt yfir okkur ganga og segjum ekki orð. Verðtryggingu á íbúðalán, sífelldar hækkanir á öllum vörum í gegnum tíðina. Við segjum ekki neitt, við látum bara vaða yfir okkur. Verðtrygging lána t.d. er hvergi til í heiminum nema hér og verðtryggingin sem slík er bara hrein eignaupptaka. Já við látum valta yfir okkur það er skondið þegar ég les þetta moggablogg þá eru margir að deila á Sturlu. Hann komi ekki rétt fram í viðtölum og fl. þið megið skammast ykkar sem eru að gagnrýna hann! Þið auma fólk sem látið kúga ykkur og þorið ekki að gera neitt í málunum en vælið samt. Sturla er einmitt að gera það sem við heiglarnir þorum ekki að gera. Hann er að mótmæla f.h. atvinnubílstjóra. Við ættum að mótmæla lika gegn öllu misrétti sem við erum beitt af stjórnvöldum. Ég þakka Sturla og öllum hans félögum fyrir að opna að minnsta kosti augu mín fyrir því að við látum ekki vaða yfir okkur.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.4.2008 kl. 03:21

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Spurningin er þessi voru umdeildar aðgerðir lögreglu réttar ? Já, er það ekki hlutverk lögreglu að halda upp lög og reglu í landinu og þetta voru jú ólöglegar aðgerðir.
Umburðarlindi lögreglunnar gagnvart þessum lögbrjótum var orðið full mikið.

Óðinn Þórisson, 26.4.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband