Kveikt í fjölbýlishúsi - þvílík mannvonska

Enn einu sinni hefur eldur nú verið kveiktur af mannavöldum í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Held að þetta sé í fimmta eða sjötta skipti sem það gerist á innan við ári. Dapurlegra er en orð fá lýst að kveikt sé í heimili fólks - eiginlega ótrúleg mannvonska sem í því felst. Heimili fólks er þeirra helgasti staður og skelfilegt sé eldur kveiktur til að vinna því skaða.

Á stundum sem þessum er hreinlega spurt hvað sé að gerast í samfélaginu, þegar að eldur er kveiktur í húsi og greinilega gert hreint tilræði við fólk sem býr þar.


mbl.is Eldur lagður að íbúðarhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi nota orðið morðtilræði í þessu tilviki.  Fólk sem gerir svona á að senda til Kína í aflimun.

eikifr (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Bumba

Afhverju er ekki byggt fangelsi fyrir svona kveikyndi úti í Kolbeinsey og látið sjóinn sjá um hverjum skolar af í hvert skiftið?  Með beztu kveðju.

Bumba, 26.4.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband