Eru heimilistækin okkar stórhættuleg?

Ísskápur springur á limminu Hlýtur að hafa verið óskemmtileg lífsreynsla að vakna upp við það að ísskápurinn springi. Ekki hægt annað en velta því fyrir sé hvað það séu eiginlega miklar líkur á að svona geti almennt gerst og fróðlegt að vita hvað kom eiginlega fyrir.

Þetta leiðir hugann að því hvort að heimilistækin okkar séu í raun öll stórhættuleg að einhverju leyti. Lengi hefur verið varað við að eldhætta sé af sjónvörpunum og þau geti verið stórhættuleg, sérstaklega gömlu týpurnar auðvitað.

Talandi um ísskápa. Er eiginlega stórhissa að gamli ísskápurinn sem ég átti um árabil hafi ekki sprungið, fyrst þessi gerði það. Hann var kominn mjög til ára sinna, gaf frá sér leiðinleg hljóð undir lokin og var farinn að frysta sig, myndaðist ísklumpur reglulega.

Þvílík hljóð og hann var svo gjörsamlega búinn með sínu bestu daga undir lokin. Fór sæll með hann á haugana og sá ekki mikið eftir honum. Datt hann þó strax í hug, einhverra hluta vegna, þegar að ég las þessa frétt.

Kannski eru heimilistækin okkar stórhættuleg að einhverju leyti, má vera. En lífið án þeirra væri frekar leiðinlegt.

mbl.is Ísskápurinn sprakk í tætlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Líklega hefur hann ekki verið með Isobutan, heldur gamla góða Freonið.  Það er algjörlega óbrennanlegt.   Það eru ótrúlega litlar líkur á að svona gerist.  Eiginlega bara fáránlega litlar.   

http://tomasha.blog.is/blog/tomasha/entry/520637/ 

TómasHa, 26.4.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Bumba

Ég held ég fari ekki framar í eldhús, og byrji hér með í megrun. Með beztu kveðju.

Bumba, 26.4.2008 kl. 14:46

3 identicon

það má nú telja víst að í ískápnum hafi verið e.h mjög sprengifimt annað en standard ískápshlutir. Líklegt gæti verið að þarna væri maðurinn að búa til methamfetamín en við vinnslu þess sýgjast meth frá ether og við efnaskiptin er mikil sprengihætta sem já getur endað nákvæmlega svona.

Valdi (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

ok. það eru hvað, búnir að vera kannski milljón ískápar í landinu á undanförnum áratugum og þetta er annað atvikið. þá getum við kannski sagt að það sé 1 af 500.000 á sex til tíu árum að þetta komi fyrir.

ætli það komi ekki bara í ljós að lítill geimsteinn hafi flokið á skápinn? eða eru ekki einhverjar svipaðar líkur á því að það gerist. óþarfi að missa vatn yfir svona löguðu.  

Fannar frá Rifi, 27.4.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband