Fréttnæmur hárvöxtur fréttamanna

Haukur HólmHló vænt þegar að ég sá hversu fréttnæmt það þykir að fréttamaðurinn Haukur Hólm sé með veglega hliðarbarta. Tók reyndar fyrst eftir þessu þegar að Hólmararnir; Haukur, Svansí og Sturla voru öll saman við Rauðavatn um daginn að tala um flipp bílstjóranna. Merkilegt hvað hárvöxtur fréttamanna verður fljótt frétt.

Við sjáum þetta fólk svosem á hverjum degi, en common, hví er þetta frétt? Mér skilst að allar konur yfir fertugu hafi fengið flogakast þegar að Bogi Ágústsson skipti um hárgreiðslu og síminn í Efstaleitinu hafi rauðglóað þegar að kvenkyns aðdáendur hins gráhærða akkeris hringdu unnvörpum til að reyna að koma vitinu fyrir kallgreyið og fá hann til að vera með gömlu greiðsluna áfram.

Fréttakyntröllið Logi Bergmann stuðaði allar konur með virka sjón, held ég, þegar að hann fór að safna skeggi og þær tóku varla gleði sína á ný fyrr en hann hafði rakað sig. Þeir Bogi og Logi voru fljótir að fá viðbrögð á það hvernig þeir ættu að hafa andlitið á sér þegar að þeir breyttu út af venjunni.

Svo var fyndið hvernig allt stuðaðist til þegar að Sigmundur Ernir hafði smáskegg hérna í denn. Eitthvað lengra síðan en það endaði með því að kappinn rakaði sig fyrir húsfreyjur þessa lands, sérstaklega þær hérna fyrir norðan held ég.

Hár er fljótt að verða frétt í fréttamennskunni greinilega.


mbl.is Hárvöxtur Hauks Holm eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta nokkuð minni frétt en þessar endalausu fréttir af einkalífi leikara úr Hollywood?  Eftirspurnin virðist vera nóg.  Það er alltaf til fólk sem nærist á froðu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Má vera. Alltaf verður svosem að hafa eitthvað til að tala um.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.4.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband