Snautleg afsökun á ofbeldinu á Kirkjusandi

Ágúst Fylkisson Ekki er hægt að segja annað en að yfirlýsing Ágústs Fylkissonar, sem réðst á lögregluþjóninn á Kirkjusandi á sumardaginn fyrsta, sé snautleg afsökun á ofbeldisverkinu. Staðreynd mála er að hann réðst að tilefnislausu á lögregluþjón og hefur sér engar málsbætur vegna þess. Miðað við frásagnir hafði hann haft litla stjórn á sér fyrir þetta atvik og var eins og eldibrandur á svæðinu. Vildu ekki einu sinni félagar hans kannast við hann, t.d. talsmaðurinn Sturla.

Eðlilegt er að Ágúst vilji reyna að bæta fyrir þessi mistök sín og reyna að svara fyrir sig. Það er þó oft erfitt þegar að engar eru málsbæturnar og afsökunarbeiðnin er hol í gegn. Finnst þetta frekar innantóm yfirlýsing, sett fram til þess eins að reyna að laga ásýnd sína í fjölmiðlum, en skiljanlega hefur þetta atvik eitt og sér gert út af við bílstjórabaráttuna miklu, fyrir utan öll önnur mistök þessa hóps, og gert það að verkum að samúð almennings við bílstjórana er meira og minna gufuð upp.

Sennilega var það dapurlegast af því öllu að Sturla Jónsson vildi ekki kannast við Ágúst á vettvangi en sagði samt í sömu andrá að maðurinn væri nýkominn úr hnéaðgerð. Sennilega er þetta eitt fyndnasta augnablik vikunnar rétt eins og þessi tilefnislausa líkamsárás á lögregluþjón er með þeim sorglegri. Ágúst má þó eiga það að hann sendir frá sér yfirlýsingu og er ekki alls varnað. En það vantar innilegheitin í yfirlýsinga. Það er eitthvað við þessa yfirlýsingu sem hljómar ekki heilt í gegn og ég held að allir sem lesi þetta finni það vel að innilegheitin vantar, því miður.

Öll þessi vika hefur verið dapurleg fyrir bílstjórana. Þeim tókst að klára sín mótmæli af algjörlega af eigin völdum og gera út af við alla möguleika á því að stjórnvöld töluðu við þá. Ferðin til Bessastaða, ruglið við Rauðavatn og þetta ofbeldi á Kirkjusandi, fyrir utan talsmanninn afspyrnuslaka hjálpast allt saman í vonda heildarmynd sem enginn gleymir. Og barátta bílstjóranna er því miður runnin út í sandinn, hafi hún einhvern tímann verið trúverðug.

mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem stingur öðru fremur er að maðurinn lætur sem hann hafi bara "snúið niður" lögregluþjóninn!! Hann gaf manninum BYLMINGSHÖGG Í ANDSLITIРsvo húfan fauk marga metra í burtu og tekur hann svo hálstaki og keyrir hann í jörðina! Það þurfti marga menn til að losa svo takið sem hann hafði á lögregluþjóninum og tók það nokkurn tíma og átök. Honum var ítrekað sagt að sleppa manninum og hann gerði það EKKI AF FÚSUM OG FRJÁLSUM VILJA, heldur með nauðsynlegri valdbeitingu hinna lögreglumannanna. Ég er orðlaus yfir þessari útskýringu mannsins og tilraun til að láta þetta atvik líta betur út en það í raun gerir. Þegar hann sló lögregluþjóninn tók hann meira að segja með vinstri hendi fyrir aftan höfuð hans svo höggið yrði örugglega harðara!

Þegar menn reyna að biðjast afsökunar þá er LÁGMARK að biðjast afsökunar á því sem menn raunverulega gera og reyna ekki að láta það líta út fyrir að vera öðruvísi en það raunverulega er. Ef hann hefði viðurkennt mistök sín á þann hátt og dregið ekkert undan og væri reiðubúinn að taka ábyrgð á gerðum sínum EINS OG ÞÆR ERU þá væri hann maður að meiri. En það er bara svoleiðis með sumt fólk að þegar það drullar upp á bak þá er það ekki reiðubúið að taka ábyrgð á gerðum sínum og reynir allt til að sleppa við að axla ábyrgð. Þetta kalla ég ekki að axla ábyrgð á atvikinu, heldur að reyna að sleppa undan eins billega og hægt er. Hlægilegt að mínu mati.

Þórður Már Jónsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 01:55

2 identicon

já sammála þér með það sem sturla sagði það var geðveikt fyndið:P "maðurinn er nýkominn úr hnéaðgerð.....öhhhh þó ég þekki hann ekki neitt:S"

hrefna (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Fannst þetta nú frekar vera réttlæting á gjörðinni en afsökunarbeiðni. Þáttur Sturlu var náttúrulega bara brandari.

Víðir Benediktsson, 27.4.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála þér Stefán innihaldslaus yfirlýsing og stuðningur almennings er löngu farinn fyrir málstað þessara lögbrjóta.
Ágúst verður ákærður fyrir árás á lögreglumann og fær sinn dóm.

Óðinn Þórisson, 27.4.2008 kl. 10:40

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Stefán og gleðilegt sumar. Nú verð ég að vera sammála þér þó ég hafi í upphafi dáðst að vörubílstjórum fyrir samtakamátt þeirra, þá er sú aðdáun rokin út í buskann. Mér finnst að það ætti að vera siðferðilegt mat okkar allra að árás á lögreglu og óhlýðni við hana, sem varðar lög, sé árás á samfélagið og öryggi borgaranna. Ég fékk óbragð í munninn þegar ég las þessa aumu yfirlýsingu  og finnst einhvernvegin eins og hann hafi ekki samið hana sjálfur. Mér finnst ekki ástæða til að hæla honum fyrir að koma með hana því það hlýtur að vera krafa samtakanna til að geta haldið áfram. Ég trúi því að lögfræðingur/ar hafi samið hana og passað sig á að vera ekki of faglegur við það til að það sæist ekki í gegn. Það hefði nú verið saga til næsta bæjar ef lögreglan hefði afhent honum kylfuna á staðnum. Lágmark að láta hann sækja hana á stöðina. Þetta mál er búið í mínum huga hvað sem þeir gera næst. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.4.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Ég gef lýtið fyrrir þessa yfirlýsingu,maðurinn trylltist.Enn að það sé ekki hægt að mótmæla nema eiga yfir höfði sér eitur úða eins og á Rauðatorginnu,já og hjá Sandan sáluga.Ég verð að falla frá stuðningi við D ef þetta er orðinn stefna hanns kv halli frændi

Haraldur Huginn Guðmundsson, 27.4.2008 kl. 13:51

7 identicon

Því ber ekki alveg saman hvað maðurinn segir og því sem sést á myndum frá atvikinu svo líklega er það rétt að þetta sé réttlæting fremur en afsökun. Einhvern veginn hef ég grun um að þetta atvik eigi eftir að reynast bæði Ágústi og bílstjórum dýrt. Að minsta kosti minnkaði samúðin með málstað þeirra töluvert hjá mér við þetta atvik.

En...

Það er oft á tíðum óþolandi viðhorf löggæslu gagnvart almennum borgurum. Ég get nefnt dæmi. Einn sonur minn er með töluvert sítt hár. Hann fór í fyrravor á tónleika á Ítalíu og flaug, Keflavík-Stansted-Mílanó og sömu leið til baka. Hann sagði mér að viðmótið sem hann mætti hér í sínu heimalandi hefði verið með ólíkindum. Á Englandi og Ítalíu var viðmótið: „Við reiknum með að þú sért saklaus, en við ætlum bara að fullvissa okkur um það.“ Og honum var sýnd fyllsta kurteisi í hvívetna. Þegar hann var að fara úr landi og eins þegar hann kom heim var viðmótið hér: „Við vitum að þú er sekur og við ætlum að negla þig.“ Svo urðu þeir verulega fúlir og beinlínis ókurteisir þegar þeir gátu ekki hankað hann á neinu. Svona viðmóti varð ég margsinnis vitni að þau tíu ár sem ég starfaði á fréttastofu Sjónvarpsins og oft blöskraði mér hrokinn bæði hjá löggæslu og ekki síst þingmönnum sem létu eitt og annað út úr sér þegar slökkt hafði verið á upptökutækjum.

Þannig að mér kæmi ekki á óvart að Ágústi hefði verið sýnd lítilsvirðandi og jafnvel ögrandi framkoma. Það afsakar þó engan veginn hans gjörð!

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 14:15

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bíddu nú hægur, hvernig vildirðu að hann bæðist afsökunar? Vildirðu sjá hann iðrast grenjandi með hor í Kastljósi? Kasta sér niður og segjast vera aumingi og biðja hópinn um að mynda röð til að sparka í hann liggjandi?

Meiri bölvuð vitleysan. Þú heldur kannski líka að þessi mótmæli og óánægjualda sem hér gerði brot sé eingöngu til komin vegna óánægju atvinnubílstjóra með eitthver ómerkileg smotterí sem þig varðar ekki um..? Þvílíkur barnaskapur. Þvílíkur endemis barnaskapur!

Og þeir sem halda að mótmælunum sé nú lokið mega bara halda sínum strútshausum á kafi í fáviskusandinum sem er svo hentugur mönnum sem hvorki vilja sjá né heyra. Og því síður skilja.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.4.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband