Bíllausi dagurinn hans Sturlu

Mótmælaganga Sturlu Bíllaus er Sturla Jónsson nú á hálfgerðri eyðimerkurgöngu um götur Reykjavíkur með boðskap sinn. Þetta er bíllausi dagurinn hans. Veit ekki hverju hann telur sig áorka með þessari gönguferð en sjálfsagt er fyrir hann að reyna að tala sínu máli ef hann telur þetta réttu aðferðina fyrir því að vekja athygli á honum. Sennilega er það þó gáfulegra en að blokkera umferð á götum borgarinnar.

Þetta var vond vika fyrir bílstjórana. Held að allir sjái það, ekki síður bílstjórarnir en almenningur allur. Hef farið yfir stöðu þeirra mála hér í síðustu færslu. Málstaður þeirra og staða er stórlega sködduð. Þeir gerðu alvarleg mistök í baráttuherferð sinni, fóru verst allra sjálfir með málstaðinn sem þeir trúðu á og Sturla hefur komið mjög illa fyrir sem talsmaður þessa hóps. Ber mikla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þeim.

Sturla hefur meira að segja opnað moggablogg til að reyna að ná til okkar allra, bloggaranna jafnt og landsmanna allra. Heldur er það samt holur boðskapur í heildina. Enda sést það vel að hann áttar sig á mistökum sínum síðustu dagana. Erfitt er þó að gleyma því og sennilega er þessi gönguferð einhver leið til þess að byggja upp baráttuna. Efast um að það beri mikinn árangur. Þeir fengu vissa samúðarbylgju fyrst. Þeir sendu út statement um stöðu sína og náðu athygli en höfðu ekki kraft og klókindi til að fara með þá baráttu alla leið.

Held að engum hópi með kröfur gegn ríkinu hafi áður tekist að klúðra sínum málum jafn illa og bílstjórunum í þessari viku. Þetta vita allir. Staðreynd mála bara. Þessi ganga um stræti borgarinnar mun ekki breyta því að ríkisvaldið mun ekki tala við þá um kröfur sínar og baráttumál. Einfaldlega vegna þess að þeim tókst ekki að ná samstöðu með þjóðinni - fóru fram úr sér og verða víst að bíta úr nálinni með það.

mbl.is Bílstjóri í mótmælagöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm....

Þrátt fyrir tap bílstjóra í áróðursstríði sem aðallega hefur verið háð af fjölmiðlum þá held ég þeir hafi  komið skilboðum á framfæri sem æði stór hópur tekur undir. Árangur næst ekki strax eins bílstjórar hafa krafist, en skilaboðin hafa engu að síður komist til skila. Fram að þessu vildi enginn hlusta og því fór sem fór.

Stjórnvöld á hverjum tíma ættu að eyða meiri tíma í að ræða við fólk, ekki bara hina ríku og stóru. Þeir sem eru kosnir á Alþingi og setjast svo í sæti ráðherra eru jú í vinnu hjá kjósendum, þ.e. okkur.

Ef ég tek dæmi um mál sem er að öllu óskylt en þó af svipuðum meiði. Laxárdeilan sem spannst upp af ítrekuðum valdhroka og persónuárásum á þá sem mæltu gegn framkvæmdum, hefði aldrei komist á það stig sem varð ef gerendur hefðu hlustað og sýnt skilning á aðstæðum landeigenda. Landeigendur gripu til varna og voru dæmdir skemmdarvargar. En hvernig fór málið, jú að lokum unnu þeir sem vildu vernda náttúru og umhverfi Laxár í Aðaldal/Laxárdal sigur, hinir lúffuðu.

Svo, stundum skila óhefðbundnar aðferðir árangri, jafnvel þó að við fyrstu sýn virðist málstaðurinn tapaður. 

Að lokum, tek fram að ég tel aðferðir þær sem bílstjórar í Reykjavík hafa beitt vera klúðurslegar, en samt...

Þetta er ekki spurning um hver er flottastur og talar mest.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Í eðli sínu, er þetta ekki svona svipað og ef Björgúlfur færi að mótmæla háum sköttum og lágu gengi krónunar? Þetta er sjálfstætt starfandi atvinnurekandi. Hann er í vinnu hjá sjálfum sér. Ef hann er ósáttur við það hvernig reksturinn stendur þá verður hann að hækka verðið eða þá að horfast í augu við þann kalda sannleika að kannski er ekki rekstrar grunndvöllur fyrir svona mikið af fluttningabílum.

Fannar frá Rifi, 27.4.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband