Austurrískur óhugnaður

Josef Fritzl Blóðskömmin óhugnanlega í Austurríki hefur eðlilega vakið heimsathygli. Var að horfa á bresku fréttaumfjöllunina um málið. Nú er verið að púsla saman helstu karaktereinkennum hins brenglaða manns að baki þessum verknaði. Verst af öllu er sennilega að maðurinn reyni að halda því fram að dóttirin hafi viljað upplifa þennan óhugnað og hann hafi ekki beitt hana valdi.

Allt viti borið fólk sér að hann drottnaði yfir henni og neyddi hana til vistar í kjallara þar sem hún sá ekki dagsljós í hálfan þriðja áratug. Eitt og sér er slík frelsissvipting svo alvarlegt mál að engar málsbætur geta nokkru sinni varið það. Kynferðislega misnotkunin er skelfileg og getur enginn ímyndað sér, varla brotabrot af því hvernig það hefur farið með þessa konu. Þetta er sorinn í sinni verstu mynd.

Sá áðan brot af viðtali við lögregluforingjann sem stýrir rannsókninni. Hann segir þetta versta mál sitt á þriggja áratuga starfsferli, sé mun verra en morð og svæsnustu líkamsárásir. Enda er þessi meðferð á konunni ígildi morðs, þar sem tekið er í raun lífið frá henni. Svona mál hafa verið dekkuð í mörgum kvikmyndum og bókum, en þetta toppar allt. Slík blóðskömm er sorglegur harmleikur á okkar dögum.

Var áhugavert að sjá viðtalið við Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing, í Kastljósi í kvöld þar sem hann fór heilsteypt og ítarlega yfir þetta sorglega mál. Mæli eindregið með að allir líti á það.

mbl.is Segist ekki hafa beitt valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Mér finnst þessi takmarkalausi áhugi á málum eins og þessu vera almenningi til mikillar skammar. Þetta er grein á sama tré og BritneyAmyLohan. Þarf fólk að velta sér upp úr þessu? Þarft þú Stefán að blogga um þetta?

Jonni, 29.4.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er stórfrétt, Jonni, og ber að meðhöndla sem slíkt. Skil ekki af hverju ætti að þegja yfir þessu og ekki blogga um það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.4.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Jonni

Sómakennd er lykilorð í þessu samhengi. Ég er ekki að segja að það eigi að þegja en mér misbýður hvernig fjömiðlar og almenningur velta sér upp úr svona málum sem alltaf koma upp öðru hverju. Þetta er persónulegur harmleikur. Allt írafárið sem kemur í kringum þetta finnst mér vera sjúkleg hnýsni. Fyrir utan auðvitað að þetta er heitasta varan sem gula pressan getur boðið upp á og hún er oðin ansi dugleg að blása upp áhugan á ógeði og vitleysu. Þetta er söluvara og fyrir hvern einn sem klikkar á fréttirnar um þetta renna peningarnir inn og leggja grunninn fyrir frekari "fréttaflutning" af þessu tagi.

Hvernig er annars hægt að hafa áhuga á svona? Hvað með að fara upp á Klepp og leita að persónulegum harmleikjasögum? Er það ekki í sama dúr?

Jonni, 30.4.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband