Sofandagangur yfirvalda - einangruð vítishola

Elizabeth F og Josef FritzlEftir því sem meira er fjallað um hryllingshúsið og austurrísku blóðskömmina verður sífellt undarlegra að engar viðvörunarbjöllur skyldu klingja hjá yfirvöldum. Nú er ljóst að Fritzl er dæmdur kynferðisafbrotamaður og þekktur ofstopamaður. Þrátt fyrir það var ekki kannað betur aðstæður á sjálfu heimilinu þegar að dóttirin hvarf, ekki heldur þegar að börnum fjölgaði á heimilinu.

Finnst þetta mál, eftir því sem meira kemur í ljós, vera áfellisdómur yfir þeim sem rannsökuðu málið og áttu að kveikja á perunni vegna veigamikilla staðreynda um Fritzl og heimilisaðstæður hans, auk þess karaktereinkenni hans og fyrri afbrot. Fritzl faldi svo vel slóð sína að enginn gat komist í kjallarann nema hann, enda með rammgerðan lás með sérvöldu leyniorði til að komast niður hina litlu holu.

Mun kjallarinn vera svo rammgerður að ekki heyrðust grátur eða öskur þaðan upp á efri hæðir hússins og því var dóttirin algjörlega á valdi hans. Barátta við hann var því allt að því tilgangslaus. Hún varð því að hafa hann góðan. Þvílíkt ógeð. Þessi kona var lifandi dauð í 24 ár, enda hvers virði er lífið án dagsljóss og lífsneista. Allur lífsvilji hlýtur að deyja í svona vítisholu.


mbl.is Hótaði börnum sínum dauða í kjallaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já auðvitað var þetta yfirvöldum að kenna. Það er allt yfirvöldum að kenna. Skítt með friðhelgi einkalífs og heimilis. Yfirvöldin eru með breitt bak þannig að það er um gera dumpa öllu sem miður fer í mannlífinu á þau.

En svona án gríns þá er þetta alltof auðveld leið út úr öllum vandræðum sem maður lendir í með að skilja hlutina. Já þetta er örugglega einhverjum að kenna. Yfirvaldinu jú einmitt.

Runólfur (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fullkomlega eðlilegt að velta þessu fyrir sér. Hann skráði þessi börn (sem hann var faðir og afi að) hjá yfirvöldum, eftir að segjast hafa fundið þau úti á götu, og hann var auk þess dæmdur kynferðisafbrotamaður. Yfirvöld hefðu átt að átta sig á þessu fyrir löngu, allavega kanna þennan möguleika. Aðvörunarbjöllurnar hefðu nú átt að hringja einhversstaðar eftir því sem afabörnunum fjölgaði.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.4.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Því á ekki að skrifa um þetta? Þetta er stórfrétt og ber að meðhöndla sem slíkt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.4.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband