Klámið dýrkeypt fyrir ríkisstarfsmanninn

tölvunotandiHún er ansi skondin þessi saga sem Netmogginn gróf einhversstaðar upp af japanska ríkisstarfsmanninum sem eyddi óhóflegum tíma í netklámið í boði skattborgara á kontórnum. Var dýrkeyptur áhugi fyrir aumingja manninn, enda lækkaður í tign og launum fyrir að vilja kynna sér þessar síður.

Þessi tala í fyrirsögninni er þó ansi áhugaverð, svo ekki sé nú fastar að orði. Maðurinn fer 780 þúsund sinnum inn á síðurnar á vel innan við ári. Hann hefur heldur betur lagt tímann sinn í að skanna þessar síður á meðan að hann var að erindrekast fyrir ríkið. Ekki er mikið talað svosem um hvað fólk geri í tölvunni sinni, en þetta er ansi ríflegt áhugamál verður að segjast.

Á meðan að einhverjir vorkenna aumingja japanska ríkiskontórmanninum er gott að hrósa aðeins nettmogganum fyrir að vera naskur að finna svona fréttapunkta og gera úr því skemmtilegar umfjallanir.

mbl.is Horfði 780 þúsund sinnum á klám í vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband