Ástríðan á bak við bloggskrifin

Björn Bjarnason Bloggskrif eru lifandi og skemmtileg. Sjálfur hef ég bloggað mjög reglulega í fjögur ár. Þetta form tjáningar er einstakt í raun og gefur góð tækifæri til að kynna skoðanir sínar betur fyrir þeim sem gefa sér tíma til að lesa.

Mörgum hef ég kynnst í gegnum þessi skrif mín í gegnum árin. Ég get ekki hugsað mér lengur að sleppa þessu, þetta er ástríða sem skiptir mig miklu máli. Bæði hef ég skoðanir á málum hversdagsins og hef áhuga á að láta þær standa eftir einhversstaðar.

Bloggskrif stjórnmálamanna hafa aukist til mikilla muna. Það fer varla neinn orðið í gegnum virk stjórnmálastörf, í tengslum við framboð og lykilverkefni nema að skrifa af krafti og með ástríðu að leiðarljósi. Það sést reyndar best milli kosninga hverjir eru í þessum bransa af ástríðu og hverjir ekki. Um leið og það sést af driftinni við að koma upp vefnum hverjir séu duglegir sést það æ betur hvernig vefurinn er svo nýttur.

Þeir vefir sem verða sem steindauð draugahús handan prófkjörsbaráttu og einhverrar maskínuvinnu verða skiljanlega frekar tómlegir. Það er best að halda kraftinum gangandi með því að venja sig við að skrifa. Þetta er heillandi verkefni. Án vinnuþreks við skrifin er til lítils svosem að halda í þetta. Allavega met ég mikils hversu margir lesa hér og ég þakka öllum sem líta hér við fyrir að hafa áhuga á skrifunum. Það verður seint sagt að ég hafi ekki áhuga á þessu.

Það kom mér ekki á óvart við að sjá á góðum vef Guðmundar Magnússonar upptalningu um hverjir skrifi enn virkar bloggfærslur eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar stóð aðeins eitt nafn eftir, er litið var á netvettvanginn með lifandi og hressandi skrif um stjórnmál, virkar skoðanir - ástríðuskrif um stjórnmál. Það var nafn Björns Bjarnasonar.

Það kemur engum að óvörum að hann sé eini maðurinn sem haldi áfram af krafti og nýti lénið sitt skynsamlega með skrifum til kjósenda og annarra lesenda sem vilja kynna sér skoðanir og áherslur hans. Vefur hans er að verða tólf ára gamall og þar hafa verið vikulegar uppfærslur allt frá upphafi og er nú komið líflegt blogg á hverjum degi.

Ég hef lengi dáðst af því hversu kraftmikill stjórnmálamaður Björn er. Hann leggur mikla vinnu í vef sinn og hann má svo sannarlega dást að því hversu flottur hann er. Þar fer allavega ekki stjórnmálamaður án skoðana. Ég undrast mjög að sjá duglega þingmenn og frambjóðendur hætta allt í einu eftir prófkjörsbaráttu og kosningavinnu að skrifa um stjórnmál og áherslur sínar. Það er mjög dapurlegt.

Þetta segi ég sem virkur bloggari, einstaklingur sem geri þetta af ástríðu og áhuga. Það er reyndar grunnforsenda þess að halda út í svona bransa; að hafa áhuga á að skrifa og hafa skoðanir fram að færa. Án þess er vefurinn eins og tómt hús sem maður býr í, án húsgagna og hversdagslegra hluta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Hér er ég þér svo sannalega sammála. Ég hef verið að skoða blogg og heimasíður þingmanna og sjá hvað þeir eru að fjalla um eða hvaða skoðanir þeir hafa á málum sem eru ské í dag en lítið fundið. En Björn hefur verið ötull við að miðla  skemtilega til kjósenda.

Ég hef lengi haft þá skoðun að það séu aðilar sem komast á þing sem eiga ekkert erindi þangað. Þeir hafa góðan talanda, eru kjafta og ræðuglaðir en þegar inn á þing er komið þá bara hverfa þeir, því að verkvitið er ekkert og hvað þá að þeir kunni  að vinna undir álagi. ´Eg tel að sé eins nú

Sigrún Sæmundsdóttir, 6.11.2006 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband