Reykvíkingar vaktir með íslömsku bænakalli

Þórarinn Jónsson Get vel skilið að borgarbúum mislíki að heyra íslamskt bænaákall klukkan fimm að morgni. Er þetta list? Ekki nema von að spurt sé. Þórarinn Jónsson, sonur Jóns Ársæls Þórðarsonar, sjónvarpsmanns í Sjálfstæðu fólki, er frekar djarfur listamaður og hefur greinilega mjög gaman af að koma með áberandi statement í sinni listsköpun.

Þórarinn olli miklu fjaðrafoki í Toronto í Kanada í nóvember, eins og kunnugt er, með verki sínu "Þetta er ekki sprengja". "Listaverkið" sem var eftirlíking af sprengju kom hann fyrir í listasafni í borginni og lét fylgja með myndband sem sýndi sprengingu að mig minnir. Flestir á svæðinu tóku listaverkið fyrir alvöru sprengju, eðlilega, og safnið var rýmt og lögregla kölluð til að aftengja "sprengjuna".

Afrakstur listarinnar var að Þórarni var vikið úr skóla, að mig minnir, og þurfti að dúsa í varðhaldi, enda talinn hryðjuverkamaður með listsköpun sinni. Kannski átti þetta allt að vera einn líflegur spuni, hver veit. Þórarinn er reyndar ekki að finna upp hjólið með hinu umdeilda íslamska bænakalli í Reykjavík. Hannes Sigurðsson, hinn umdeildi yfirmaður Listasafnsins hér á Akureyri, efndi til sama gjörnings fyrir nokkrum árum; lét íslamskt bænaákall óma frá listasafninu. Held að gestir og starfsmenn Akureyrarkirkju sem er mjög skammt frá hafi ekki líkað gjörningurinn vel.

Þarf að spyrja allavega Helga Vilberg, félaga minn og skólastjóra Myndlistarskólans hér á Akureyri, hvernig þetta hafi verið, enda býr hann í næsta húsi við listasafnið og hefur eflaust með því að loka augunum liðið eins og hann væri kominn til Teheran.

Svona gjörningar vekja spurningu um hvað list er. Eða er þetta kannski bara spunarugl eins og maðurinn sagði forðum um nýlistina?

mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fyrir mjög mörgum  árum var ég með flokk byggingarmanna í vinnu og þurftu þeir að nota hamra við  mótauppslátt.  Það lá á að ljúka verki  og komið fram um klukkan  10 um kvöldið, en þá mætti lögreglan á svæðið og óskaði eftir því að mennirnir hættu  vinnunni  vegna ónæðis og kvartana nágranna.  Það hljóta að vera til einhver  lög og reglugerðir um svona lagað!  Varla þarf hann Allah hinn mikli að vera að láta að hæla sér hér upp á Íslandi að næturlagi, eða þjáist hann af einhverri minnimáttarkennd  og athyglissýki? Eða er svo ástatt um listamanninn, ef  til vill? (bænakallið er að mestu lofsöngur um Allah og  hann Mó) 

Ljónshjarta I (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband