Sigur Björgvins - hörkubarátta um annað sætið

LB Björgvin G. Sigurðsson hefur sigrað prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Þó enn hafi talningu ekki lokið er sigur Björgvins öruggur. Lúðvík Bergvinsson og Ragnheiður Hergeirsdóttir takast á um annað sætið af miklum krafti. Hafa þau skipst á að skipa annað sætið síðasta klukkutímann og þegar að aðeins örfá hundruð atkvæða eru ótalin munaði aðeins þrem atkvæðum milli þeirra. Spennan er því mikil á talningarstað á Selfossi.

RH Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer að lokum. Núna á Samfylkingin fjóra þingmenn í kjördæminu en mælast með þrjá í mælingum Gallups, eins og fram hefur komið hér í kvöld. Það verður nokkuð merkilegt verði karlar í þrem efstu sætunum, nú þegar að Margrét Frímannsdóttir hættir.

Svo er merkilegt að þó Jón Gunnarsson sé fimmti fær hann væntanlega ekki sætið vegna kynjakvótanna. Flest stefnir í að Guðrún Erlingsdóttir í Eyjum fái það, þó sjötta sé vegna reglna um kynjaröðun. Það er því nokkuð ljóst að Jón hefur misst þingsætið sem hann vann svo dramatískt við lok talningar árið 2003.

mbl.is Ragnheiður aftur í annað sætið - munar þrem atkvæðum á henni og Lúðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband