Örlagarík kosninganótt í Bandaríkjunum

Þinghúsið í BandaríkjunumKjörstöðum hefur verið lokað í fyrstu fylkjunum í Bandaríkjunum - örlagaríkir klukkutímar eru framundan í bandarískum stjórnmálum. Úrslit í bandarísku þingkosningunum verða brátt ljós. Kosninganóttin er hafin - úrslit verða ljós fyrir dögun að íslenskum tíma.

Eins og fram kom í bloggfærslu minni hér síðdegis stefnir í mjög spennandi talningu. Það verður áhugavert að sjá hver staðan verður að loknum kosningunum, enda mun þar ráðast hvernig Bush forseti getur stýrt málum út síðara kjörtímabil sitt.

Ég hef alltaf fylgst með miklum áhuga með bandarískum stjórnmálum, mikið skrifað um þau og spekúlerað. Ég fylgist því með þessum kosningum af miklum áhuga. Það verður mest fylgst með því hvernig valdahlutföll verða í þingdeildunum og hverjir hljóti kjör í tvísýnum baráttum um öldungadeildarsæti.

Einnig eru áhugaverðir ríkisstjóraslagir sem vert verður að fylgjast með, t.d. í Kaliforníu og Flórída. Þetta verður því nótt spennu í Bandaríkjunum og víðar um heim.


mbl.is Bandarísku forsetahjónin kjósa í heimabæ sínum Crawford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband