Karen Jónsdóttir sparkar í Magnús Þór

Magnús Þór og KarenEkki kemur það að óvörum að Karen Jónsdóttir hafi sparkað í Magnús Þór Hafsteinsson eftir sérkennilega framkomu hans í flóttamannamálinu. Velur hún þann góða kost að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þar með hreinan meirihluta hans og um leið áhrifaleysi Magnúsar Þórs, sem greinilega hefur fælt bæjarfulltrúann sinn frá sér eins og svo marga aðra.

Eins og flestir muna eftir sagði Karen sig reyndar úr Frjálslynda flokknum í mars 2007, í aðdraganda alþingiskosninga, en hún var mjög ósátt við ákvörðun forystu Frjálslynda flokksins að bjóða Kristni H. Gunnarsson, kjörnum þingmanni Framsóknarflokksins í alþingiskosningunum 2003, annað sætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Staða hennar er því svipuð stöðu Ólafs F. Magnússonar sem var óháður borgarfulltrúi F-listans í Reykjavík lengi vel áður en hann gekk formlega í flokkinn árið 2005.

Ólafur F. hefur nú fyrir margt löngu sagt skilið við frjálslynda ennfremur, eins og sést hefur af köstum vissra lykilmanna frjálslyndra í hans garð, þó Margrét Sverrisdóttir, fjandvinkona Magnúsar Þórs, hafi reyndar ákveðið að segja skilið við hann líka. Ekki vantar það að frjálslynda pólitíkin þeirra er ansi óskiljanleg og gaman fyrir einhverja eflaust að skrifa krónológíu um meirihlutafulltrúana þeirra tvo á þessu kjörtímabili. Ekki væri svosem verra að fara yfir sögu þeirra sem hafa leitt lista í nafni flokksins á landsvísu.

Karen virðist hafa fyrir löngu yfirgefið Magnús Þór í raun og veru, en nú virðist flóttamannamálið, skiljanlega, hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Man vel eftir því þegar að F-listinn á Skaganum hélt fund um REI-málið skömmu áður en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk í október 2007 að þar talaði Magnús Þór digurbarkalega um stöðu mála og virtist vega þar að Gunnari Sigurðssyni, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega. Á fundinum var Karen Jónsdóttir hvergi sjáanleg né til viðtals.

Þannig að eflaust á þetta allt sér langan aðdraganda en nú er komið að endalokunum. Eftir er Magnús Þór í kuldanum en Karen orðin fullgildur bæjarfulltrúi í nafni Sjálfstæðisflokksins. Óska henni til hamingju með góða ákvörðun og færi sjálfstæðismönnum á Skaganum hamingjuóskir með hreinan meirihluta.


mbl.is Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Góð ákvörðun. Hvað er eiginlega langt siðan að Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta á Skaganum Stefán? Með beztu kveðju.

Bumba, 14.5.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband