Veruleikafirring Vilhjálms - snúa þarf vörn í sókn

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Ekki er hægt að segja að fyrstu viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar við fylgishruni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í könnun Gallups séu mjög gáfuleg. Held að það væri sniðugra hjá honum að líta í eigin barm og ræða eigin pólitísk mistök síðustu mánuði, sem er lykilástæða þess hvernig komið er. Ekki þarf að velta því lengi fyrir sér hver eftirmæli hans sem leiðtoga flokksins verða.

Velti því reyndar mjög fyrir mér hvernig þeim líði núna sem unnu fyrir Vilhjálm Þ. baki brotnu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins haustið 2005 og sögðu hann vera með reynsluna sem þyrfti í leiðtogastöðuna. Hann fór sérstaklega fram þá með slagorð tengd rúmlega tveggja áratuga borgarfulltrúaferli sínum og löngu starfi fyrir flokkinn. Frægar sögur eru af símtölum þar sem stuðningsmenn Vilhjálms Þ. töluðu gegn Gísla Marteini vegna þess að hann væri svo óreyndur og gæti aldrei orðið sterkur leiðtogi, annað en Vilhjálmur Þ. sem hefði reynsluna og aldurinn í hlutverkið.

Mjög dapurlegt hefur verið að fylgjast með pólitískri framgöngu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á þessu kjörtímabili. Hann fékk gullið tækifæri til að leiða Sjálfstæðisflokkinn rétta leið eftir tólf ára minnihlutasetu en mistókst það með vinnubrögðum sínum, sérstaklega í haust þar sem hann hafði samstarfsfólk sitt í borgarstjórn Reykjavíkur ekki með í ráðum og vann bakvið tjöldin með afleitum hætti. Gamaldags vinnubrögð úrelts leiðtoga. Ofan á allt annað voru fyrri mistök rifjuð upp í febrúar og Vilhjálmur Þ. náði ekki að ljúka málum með virðugleika og sóma fyrir flokkinn á örlagastundu.

Farsælast væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík að Vilhjálmur léti sem fyrst af leiðtogahlutverkinu og tryggði flokknum tækifæri til að stokka sig upp í skugga þessarar vondu stöðu sem eru eftirmæli leiðtogasetu hans. Áfellisdómur kjósenda yfir forystu Vilhjálms Þ. er greinilegur í þessari könnun og kallað eftir uppstokkun, sýnt verði myndugleika og flokknum tryggð sterk forysta til að taka á vandamálunum. Kjósendur flokksins yfirgefa hann vegna mistakanna á vakt Vilhjálms Þ. Heiðarlegast er að leiðtoginn axli ábyrgð á slíku klúðri.

Við blasir að það verður að taka af skarið fljótlega og tryggja styrka forystu fyrir flokkinn, nú þegar að leiðtoginn er rúinn trausti og trúverðugleiki hans gufaður upp. Svarið við stöðunni er ekki sú veruleikafirring sem felst í orðum hans, að umræðan ein hafi skaðað flokkinn. Enda langur vegur þar frá. Ekki þýðir að benda á aðra, heldur horfast í augu við stöðuna og reyna að snúa vörn í sókn.

mbl.is Umræðan Sjálfstæðisflokknum afar erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkilega góð grein hjá þér nafni og já, ég held að það fólk sem vann að framgangi Vilhjálms hljóti að hafa virkilega slæma samvisku í dag, enda er maðurinn svo gott sem með allt niður um sig í borgarpólitíkinni og hann ásamt Ólafi F borgarstjóra eru að draga alla borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með sér niður í skítinn. Ég hlustaði á hina annars hörðu sjálfstæðiskonu Agnesi Bragadóttir segja á Bylgjunni í morgun , að niðurstaða þessarar skoðanakannanar væri mátuleg á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Út með Ólaf F og Vilhjálm hið bráðasta !!!

Stefán (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Stefán, hvenær hefur það tekist í pólitíkk, að skipta út á miðju kjörtímabili ÞEGAR FLOKKURINNER Í STJÓRNAR-AÐSTÖÐU??????

Við sem erldri erum vitum, að slíkt heffur komið út sem að menn séu looserar.

Hér duga ekkert ítrekuð köll á að Hanna Birna Eða Gísli verði látin taka við.  Það verður að vera útkljáð í prófkjöri fyrir næstu kosningar.

Hitte r afnvíst, að hér eru kjósendur að refsa okkur hér í Höfuðborginni, vegna vingulsháttar í stjórnkerfisbreytingum og ekki-breytingum.  Svo er annar faktor, sem ekki má taka út fyrir sviga en það er skelfileg óánægja með aðgerðir í peningamálum á borði ALþingis.

Mér er daglega sagt, í samtölum við flokksjálka, að nú séu þeir loks búnir að fá nóg af dillingum á peningaguttum og dúnsængurkerfi við banka og lögfræðinga.  Nú herðir að og líkt og nótt fylgir degi, koma innheimtulöffar í kjölfar góðæris, sem nú er lokið í bili, með aðgerðum einmitt banka, þegar þeir tóku stortstöðu á Ískr, líkt og 2002 á haustmánuðunum þá.

Nú verða okkar menn, að endurskoða þau ,,ferli" sem unnið er eftir og taka til við að hlusta á grasrótina, grasmaðkurinn skríður ekki strax upp í hlustir þeirra.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.5.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Ekki er ég sammála þér mér finnst þú ættir að skoða þetta mál betur enn þú gerir. Það þýðir ekkert að vera með upphrópunarmerki þessa stundina. Ég tel að Sjálfstæðismenn muni segja sína skoðun án þess að vera að ræða það án þess að skoða þessi mál ofan í kjölinn. þetta er miklu dýpra. Þínir eineltistilburðir að kenna Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni um alla skapaða hluti er algjör fyrra.

Hinsvegar vil ég benda þér á, það eru skipulagðir áróðursmeistarar sem vinna gegn þeim sem stjórna þar með Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni, og formanni Sjálfstæðismanna þetta hefur lengi verið í gangi og stendur enn. Ég tel þessa aðför ekki vera góða fyrir íslenska stjórnsýslu þegar menn skrifa eða blogga um hluti sem ekki er stafur fyrir.

Það vil svo vel til það hafa fleiri skoðun á hlutunum þótt þeir séu ekki alltaf í loftinu. Mér finnst skrif þín ekki málefnaleg vitna í skoðunarkönnun sem er jafnvel pöntuð af andstæðinginum sem vil Sjálfstæðismenn burtu úr öllum stjórnum. Þessi rök duga mér ekki. Ég tel mig þekkja þessa hluti mjög vel án þess að segja þér það.  Ég tel að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson eigi að vera þangað til hann tíma bili er lokið. Síðan mun verða prófkjör og þá geta Sjálfstæðismenn tekið sína afstöðu. 

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 14.5.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Ólafur: Heiðarlegt er að segja sína skoðun. Ég þori alveg að láta í mér heyra þegar að vandamál eru í mínum flokki, enda er þögnin ekki valkostur þegar að þarf að tala. Þögnin leysir engan vanda.

Jóhann Páll og Bjarni: Ég met ykkur báða mikils og skil ykkar sjónarmið vel. Þau hefðu kannski átt við fyrir nokkrum vikum en við erum að eiga við mjög erfiða stöðu og það er ekkert annað í stöðunni en taka til hendinni og reyna að taka á þessum vandræðum sem flokkurinn í Reykjavík er kominn í. Afneitun á vandanum er ekki valkostur, þótt kannski hljómi vel fyrir einhverja að horfast ekki í augu við vandann. Það sjá allir að leiðtogaskipti eru í kortunum. Það þarf að ákveða sem fyrst hver verði borgarstjóri og taki við forystu flokksins. Flokkurinn er höfuðlaus her með þetta í lausu lofti. Það er hin napri veruleiki. Ef þið takið ekki á honum er það svosem ykkar vandamál.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.5.2008 kl. 13:50

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

tebbi minn, það er ekki svo, að ég beri nokkurn kala til sjónamiða þinna um, að þér finnist,a ð kominn sé tími til, að skipta um í brúnni EN það eru örfá atriði sem þarf að kíkja á, ÁÐUR en gripið er til óyndisúrræðna.

1.  Hver er vilji folkksmanna, þá á ég við virkra flokksmanna?

2.  Eru menn ÖRUGGIR á, að skiptin fari fram án þess, að líta kjánalega út.  (það hefur verið plagsiður okkar, að klikka á jafnvel rútínu-blaðamannafundum í Valhöll)

3.  Er eitthvað í kortunum, sem krefst skipta ÁN prófkjörs og þa´HVERNIG ber að standa að því?

4.  Frekar er regla frekar en undantekning að kjörnir fulltrúar ráða sín á milli um næsta oddvita í beinum kosningum leynilegum á þar til gerðum fundi.

5.  Öll tilmæli ,,að ofan" eða ,,að utan" er afar illa séð og hefur haft í för með sér leiðindamál langvinn mjög.

Hinnsvegar er mjög aðkallandi fyrir Flokkinn, að skoða alvarlega stöðu sína hjá almennum kjosendum og fara í grimma skoðun á hvernig helstu mál fortíðar, svo sem Kvótamál og Verðtryggingar dúnsængurkerfi fyrir örfáa hafa komið þjóðinni.

Við slíka skoðun ber líka að hyggja að grundvallarstefnu Flokksins, sem hann var myndaður um.  Hér erum við Kristján þingmaður þinn afar sammála, hvað varðar alla auðlindanálgun, því nú sér hann algerlega nýjar hættur úti við sjóndeildarhringinn.  Hagsmunir afkomenda minna eru svo brýnir, að hrifsa ÖLL auðlindamál úr höndum þessarar skelfilegu klíku, sem nú sitja um okkar kjörnu fulltrúa og arga og garga þar til þeir verða galnir, líkt og ungir nmenn að norðan urðu stundum þá þeri fóru fjallvegi Suður.

Annars er ég sammála þér, að verulega verður að taka til hendi til þess, að snúa við þróun fylgis við Flokkinn, ég er bara ekki sannfærður um, að boðvaldi og hræringum innan hóps Borgarfulltrúa sé rétta leiðin.

Íhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.5.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það þarf að fara yfir alla þessa stöðu. Vandinn er mjög mikill og þarf að reyna að leysa hann sem allra fyrst. Sjálfstæðisflokkurinn var tákn um stöðugleika í borgarmálunum í fjöldamörg ár og þrátt fyrir að tapa þrisvar í röð hefur hann haldið sess sínum sem stærsti flokkurinn í borginni og kjölfesta. Það er í hættu nú og blasir við öllum að eitthvað róttækt verður að gera í stöðunni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.5.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband