15.5.2008 | 01:44
Magnús Þór flýgur fram af hengifluginu
Magnús Þór hefur farið hamförum í tali sínu og gengisfellt sig (toppað fyrri klúður) og Frjálslynda flokkinn endanlega sem einhverskonar andstæðing innflytjenda. Hvers vegna eigum við ekki að taka á móti erlendu flóttafólki og styðja við bakið á því. Við hér fyrir norðan höfum tekið við fjölda innflytjenda; til Dalvíkur komu fjöldi flóttamanna frá Kósóvó árið 1999 og hingað til Akureyrar komu sex fjölskyldur frá fyrrum Júgóslavíu árið 2003. Þetta fólk aðlagaðist okkar samfélagi vel og eru mætir íslenskir þegnar í dag. Enginn hefur talað um vandræði vegna þess.
Skil ekki þetta vandamálatal í frjálslyndum þegar kemur að innflytjendum. Bíður við svona tali og finnst það einum flokki til skammar að hafa talsmann á borð við þann sem við horfðum á í Kastljósinu í kvöld, sem elur á vandamálum og efasemdum um komu innflytjenda til landsins í samræmi við alþjóðsamþykktir. Við erum aflögufær og eigum að leggja okkar að mörkum. Það er mitt mat.
Undarlegast finnst mér tal Magnúsar Þórs um Karen Jónsdóttur. Þetta er konan sem hann valdi prívat og persónulega til að leiða listann á Skaganum og taldi rétta kostinn þá. Undarlegt er að hún hafi breyst eitthvað. Sennilega hefur það eitt breyst að hún fékk nóg af ofríki hans og lét eigin sannfæringu ráða för, en ekki skoðanir Magnúsar Þórs.
Finnst hann tala niður til Karenar, bæði sem konu og stjórnmálamanns. Gerir lítið úr hæfileikum hennar og verkum, á þeim forsendum að hún hafi nú aldrei verið hæf. Hvers vegna valdi hann þá hana? Sem strengjabrúðu sína í einu og öllu? Ef svo er verður skiljanlegra hvers vegna hann er fúll núna.
Mikið er annars þessi stjórnmálamaður auvirðilegur. Vonandi kemst hann aldrei til neinna áhrifa í íslenskum stjórnmálum, nema þá kannski að drepa endanlega þennan flokk.
Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Þetta var afar harður dómur yfir Magnúsi, Stefán – hörð orð sem hann verðskuldar ekki. Magnús leiddi umræðuna og hafði margt til síns máls, svo að Gísli Einarsson mátti hafa sig allan við og kom þó ekki miklum vörnum við.
Fyrsta klausa þín er ofmælt, og þú átt að vita það; við höfum rætt það mál áður. Fyrsta setningin í lokaklausu þinni er síðan allsendis ótrúleg.
Þá er merkilegt skilnings- og andvaraleysi að sjá á meginhugsun þinni hér. Hvers vegna ekki að huga að öðrum og betri kostum? Fyrir 2/3 af því fé, sem fer til þessa flóttafólks hér á landi, hefði með góðum milliríkjasamningi mátt búa því glæsileg lífs- og menntunarskilyrði í einhverju múslimsku landanna við Miðjarðarhafið, fólkinu til góðs og hinu nýja landi þess líka. Hér mæta því hins vegar tungumáls- og aðlögunarerfiðleikar. Það er lofsvert og nauðsynlegt að hjálpa þessu fólki, en að flytja það úr steikjandi hitanum í Írak upp á Akranes hefði fáum dottið í hug nema Ingibjörgu Sólrúnu og hennar Samfylkingarkór.
Jón Valur Jensson, 15.5.2008 kl. 01:59
Þessi pistill þinn er illa ígrundaður Stebbi að mér finnst og án málefnalegrar skoðunar aldrei þessu vant.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.5.2008 kl. 02:12
Sælir, strákar.
Þið hafið báðir sitthvað til málanna að leggja, báðir viðrið sjónarmið og ykkar mat. Skoðanir beggja eru jafn réttháar, jafn eðlilegar. En afhverju er annar kallaður kynþáttahatari?
LÁ
Lýður Árnason (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 02:52
Jón,
Ég hef ekki lesið aumara andsvar lengi. Ef öll lönd höguðu sér eins og þú villt að Ísland geri þá væri heimurinn illa staddur. Ísland verður eins og önnur lönd að sýna ábyrgð og taka móti bágstöddum flóttamönnum eða eigum við að vera eitthvað súkkulaði endalaust. Svo eru þessi endalausu Samfylkingar skot og hraun yfir Ingibjörgu Sólrúnu óttalega ómálefnaleg og þér til minnkunar.
Jakob Friðriksson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:18
Sammála þér Jón Valur. Magnús stóð sig vel málefnalega en bæjarstjórinn muldraði og var rök lítill.Við vitum öll að þetta er „pet project“ hennar Ingibjörgu Sólrúnu.
LS (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:36
Ég velti fyrir mér hvort hugsanlegt sé að við séum svona illa stödd á vegi lýðræðislegrar hugsunar, vegna þess að margir séu á svipaðri skoðun og þú, Stefán? Ég hlustaði á kastljósið og ég varð hvergi var við að Magnús færi neinu offari. Meginþættir í máli hans voru eftirfarandi.
Honum fannst ábyrgðarlaust og ólýðræðislegt, að vera búin að taka ákvörðun um þetta málefni, áður en það kæmi til opinberrar umræðu í stjórnkerfi bæjarins, eða meðal bæjarbúa almennt. Þetta skildi ég sem virðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum og tilraun til að skapa opinberan velvilja meðal bæjarbúa fyrir komu þessa fólks, ef af yrði.
Honum fannst ámælisvert að bæjarstjórn yfirlýsti sig tilbúna til að útvega allar þær íbúðir sem þarf til að taka á móti þessum fjölskyldum, en á sama tíma gæti bæjarstjórnin ekki leyst húsnæðisvandamál nokkurra fjölskyldna sem þegar væru búsettar á Akranesi. - Ég skil þessa afstöðu Magnúsar mjög vel. Það skapar nokkuð einkennilega mynd af bæjarstjórn Akraness að leggja kapp og fjármagn í að hjálpa fólki af erlendum uppruna, en horfa framhjá þörf sinna eigin bæjarbúa fyrir hjálp.
Magnús spurði um hvar ætti að afla allra þeirra íbúða sem þyrfti, til að taka á móti þessu fólki. - Bæjarstjórinn gat engu svarað um það.
Magnús lagði til að nýta peningana betur og treysta lífsgæði þessa fólks á sínum heimaslóðum. - Er það útlendingahatur? Myndum við ekki frakar vilja fá aðstoð til að búa áfram á heimaslóðum, en vera flutt í annan heimshluta, þar sem við skyildum hvorki málið né menninguna?
Þekkt er í fjölmiðlum undanfarinna mánaða, að bæjarstjórn Akraness er í mikilli baráttu vegna mikils samdráttar í atvinnumálum; einkanlega í framleiðslugreinum. Fyrirsjáanlegt virðist vera atvinnuleysi þeirra sem nú eru það búsettir. Engar hugmyndir hafa verið kynntar um lausnir á yfirvofandi atvinnuleysi þeirra sem nú eru búsettir þarna, hvað þá hvernig eigi að búa til nokkra tugi starfa fyrir ófaglærðar innfluttar konur?
Kæri Stefán! Allar spurningar Magnúsar voru eðlilegar og báru fyrst og fremst í sér umhyggju fyrir því fólki sem nú þegar er búsett á Akranesi. Ég gat ekki betur heyrt en hann vildi leggja af mörkum allt sem hægt væri, þegar menn væru búnir að leysa þau mál sem nú væru til staðar heima fyrir, og krefðust skjótra úrlausna.
Hvernig eigum við að bæta ástandið hér heima fyrir ef menn sem tala fyrir bættum lýðræðislegum vinnubrögðum við opinbera stjórnsýslu, fá álíka öfugmælaskilning á því sem þeir segja, og virðist vera viðhöfð með ummæla Magnúsa.
Tek það fram að ég er ekki í Frjálslindaflokknum.
Guðbjörn Jónsson, 15.5.2008 kl. 09:40
Ef það flokkast sem rasisti að setja Íslendinga í algeran forgang og það sé alger forgangur að aðstoða íslendinga sem eiga í alvarlegum vandræðum félagslega þá er ég mjög stoltur yfir því að vera kallaður rasisti eða kynþáttahatari vegna þess að þessi gjörningur sem verið er að gera kalla ég alvarlega aðför að Íslenska lýðveldinu og þetta kalla ég hrein og klár föðurlandssvik og er svoleiðis er saknæmt og ég styð Magnús heilshugar í þessu, hann er að hugsa fyrst og fremst um hag íslendinga og ef það er óheiðarleiki þá er eitthvað að í þjóðarsálinni.
Sævar Einarsson, 15.5.2008 kl. 10:20
Jakob, þín súkkulaðirök hrína ekkert á mér, enda veitir þú engin rökleg svör við þeirri sjálfsögðu ábendingu minni, að "fyrir 2/3 af því fé, sem fer til þessa flóttafólks hér á landi, hefði með góðum milliríkjasamningi mátt búa því glæsileg lífs- og menntunarskilyrði í einhverju múslimsku landanna við Miðjarðarhafið, fólkinu til góðs og hinu nýja landi þess líka. Hér mæta því hins vegar tungumáls- og aðlögunarerfiðleikar." En ef það er mikilvægur tilgangur í sjálfu sér að þínu mati að hafa hér sem mest af útlendingum og úr ýmsum áttum, þrátt fyrir erfiðleika við það, þá er ég alveg reiðubúinn að hlusta á rök þín fyrir því, en þau verða þá að halda vatni, svo að enginn fari nú að "hrauna" yfir þau ...
Jón Valur Jensson, 15.5.2008 kl. 10:26
Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.
Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 10:48
Merkilegar færslur aðallega hverjir fallast í skoðanafaðma. Ég er þér Stefán hjartanlega sammála (það kemur fyrir) og get ekki séð neinn ómálefnalegan vinkil á skrifum þínum. kv..gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:58
Vil þakka fyrir kommentin.
Held að ég hafi ekki kveðið of fast að orði, hefði getað verið enn hvassari í dómum mínum yfir tjáningu og verklagi Magnúsar Þórs. Skil ekki vandamálatalið í honum. Akranes er stórt sveitarfélag. Ef það getur ekki tekið svona verkefni að sér er það að gengisfella sig. Dalvík tók við flóttamönnum, Blönduós líka og svona mætti lengi telja. Af hverju ekki Akranes? Er þetta ekki eitt af stærstu sveitarfélögum landsins, eitt af þeim sem vill verða í forystu. Ef það getur ekki tekið verkefni að sér sem minni sveitarfélög gera með sóma er illa fyrir því komið.
Magnús Þór er að mér sýnist að búa til vandræði og efasemdir um komu flóttamannanna; kvenna með börn sín. Hann talar um að undirbúning hafi vantað. Var það ekki hans sem formanns félagsmálaráðs að leysa vandamálin, ef einhver eru, og taka af ábyrgð á málinu? Ætlaði hann einn að stöðva málið? Ekki furða að flestir telji að hann gengisfelli sig sífellt, en hann um það.
Ég fylgdist mjög vel með komu flóttamannanna frá Kósóvó til Dalvíkur, enda vann ég með nokkrum þeirra sem komu hingað til að hjálpa þeim að aðlagast samfélaginu. Þetta eru vinir mínir og ég met það mikils. Það þurfti hjálp og við veittum hana. Megum líka vera stolt af því. Þetta fólk hefur gert okkar samfélagi hér í firðinum gott.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 15.5.2008 kl. 12:44
Sæll aftur Stefán!
Gaman væri að heyra hvernig þú sérð fyrir þér að Akranes geti leyst þau atvinnu- og framfærsluvandmál sem þeir eru nú þegar að fást við, og hvernig þú sérð fyrir þér að þeir geti bætt við 60 kvennastörfum, til viðbótar við núverandi vöntun slíkra starfa. Hvernig sérð þú líka fyrir þér að þeir geti útvegað nauðsynlegan fjölda íbúða ( varla ætlar þú mörgum fjölskyldum að deila íbúð) og hvaða núverandi þjónustu eiga þeir að skera niður til að fjármagna stuðning við þessar fjölskyldur.
Ég er spenntur að heyra þín sjónarmið á þessum fáu en mikilvægu málum sem lúta að móttöku fjölda fólks sem þarfnast opinberrar aðstoðar.
Með kveðju, G.J.
Guðbjörn Jónsson, 15.5.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.