Mótmæli bílstjóranna að renna út í sandinn

Mjög lítið er orðið eftir af trúverðugleika og krafti í mótmælum atvinnubílstjóra. Eftir að þeir skemmdu fyrir sér með röngum baráttuaðferðum síðla aprílmánaðar hafa mótmælin hvorki verið fugl né fiskur, aðeins stjórnlaust öskur út í myrkrið. Bílstjórarnir gerðu alvarleg mistök í baráttuherferð sinni, fóru verst allra sjálfir með málstaðinn sem þeir trúðu á og Sturla hefur komið mjög illa fyrir sem talsmaður þessa hóps. Ber mikla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þeim.

Núna telja þeir málstað sínum best borgið með því að öskra á alþingismenn við störf í þinghúsinu. Er hættur að skilja þessi mótmæli, það vantar forystuna og strategíuna í pakkann og eftir er ekkert nema vandræðaleg mótmæli úr fókus. Innan við 100 manns svöruðu kalli bílstjóranna og tóku þátt í mótmælum þeirra. Þeir fengu vissa samúðarbylgju fyrstu vikurnar í baráttunni. Þeir sendu út statement um stöðu sína og náðu athygli en höfðu ekki kraft og klókindi til að fara með þá baráttu alla leið.

Held að engum hópi með kröfur gegn ríkinu hafi áður tekist að klúðra sínum málum jafn illa og bílstjórunum. Þeim tókst ekki að ná samstöðu með þjóðinni - fóru fram úr sér og verða víst að bíta úr nálinni með það. Held að þeir hafi fyrst og fremst byrjað á vitlausum enda í mótmælunum og gert þetta rangt, enda standa þeir eftir mjög einir. Þetta eru ekki mótmæli fjöldans.

mbl.is Hrópað af þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Sturla mætti í fyrsta skipti á þingpalla og þingmenn leifðu sér að tala um hluti sem hann hafði ekki áhuga á!! Þá er ekki nema eitt að gera: öskra þar til þingmenn átta sig og skifta um umræðuefni til þess að Sturla sé ánægður. Þetta segir sig sjálft. 

Snorri Hansson, 16.5.2008 kl. 01:45

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hvaða rugl er í þér Snorri? Ég sá þig ekki þarna, en get lofað þér því að það var ekki öskrað. Það kom eitt framíkall eftir langa setu í þögn og kurteisi og að því búnu voru áhorfendapallar yfirgefnir.

Markús frá Djúpalæk, 16.5.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband