Lúðvík vill leggja Ríkislögreglustjóra niður

Lúðvík Bergvinsson Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, varpaði sprengju í þingsölum eftir hádegið með þeirri skoðun sinni að leggja eigi embætti Ríkislögreglustjóra niður. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvaða áhrif á stjórnarsamstarfið þessi augljósi skoðanaágreiningur milli dómsmálaráðherra og forystumanna í Samfylkingunni muni hafa.

Ekki aðeins deila Samfylkingarmenn og ráðherrann um þetta embætti heldur ennfremur breytingarnar á Suðurnesjum. Enn hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ekki afgreitt margfrægt frumvarp um uppstokkun mála í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og útséð um að það fikrist áfram eða klárist á þessu starfstímabili þingsins. Ágreiningurinn um embætti Ríkislögreglustjóra vekur mesta athygli vegna þess að forystumaður Samfylkingarinnar í þingstarfinu talar svo afgerandi og gegn öllu því sem ráðherrann hefur gert í þessum efnum.

Augljóst er eftir þingumræðuna að þarna er vík milli stjórnarflokkanna - stjórnarandstæðingar voru auðvitað fljótir að notfæra sér þennan höggstað með því að tala um ágreininginn á milli aðila. Enda skiljanlegt. Með þessu er ágreiningur um heildarstefnu lögreglumála á milli stjórnarflokkanna staðfestur og væntanlega munu átökin um embætti Ríkislögreglustjóra verða miklu erfiðari að vinna úr en nokkru sinni um embættið á Suðurnesjum.

mbl.is Nauðsynlegt að leiða lögreglustjóraembættið út úr fjárhagsvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán, stjórnarflokkarnir eru ólíkir með ólíka stefnu. Öfugt við Framsóknarflokkinn þar sem ágreiningur var allur falinn, er hér tekist á um hlutina. Um fleiri mál er vissulega ágreiningur. Ég á ekki að þurfa að benda á dæmi. Það er meðvitað milli stjórnarflokkana að hafa þetta svona og ekkert helsi er sett á stjórnarþingmenn. Hef meiri áhyggjur af máttleysi stjórnarandstöðunnar. F-flokkarnir eru að hverfa og Steingrímur á fjöllum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég vil leggja niður stílista Löggunnar.

Hann eða hún eru gersamlega smekklaus.

Búningurinn er horror og minnir á breta.

Gamli góði búningurinn var bæði klæðilegur og smart.

nýju húfurnar ----maður minn, hvílík hneysa.

Annars væri ráð, að leggja niður öll lögguembætti sem fara framúr kosnaðaráætlun og fækka vrulega í á Blönduósi, maður kæmist þa´hugsanlega á góðum tíma til Húsavíkur.

mbk.

Íhaldið

Bjarni Kjartansson, 15.5.2008 kl. 15:43

3 identicon

Engar áhyggjur Bjarni.

Fötin eru versluð af Bretum svo ekki þarf stílista í að hanna þau.

Svo á víst að setja upp einar 10 myndavélar milli Rvk-Ak í sumar svo Blönduóslöggan verður eflaust lögð niður í núverandi mynd... 

karl (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband