Bloggarar biðjast afsökunar á upplognum sögum

Bloggararnir umdeildu, sem löggan hefur elt uppi, eftir skrif á vefnum blabla.is, hafa nú beðist afsökunar á að hafa birt upplognar færslur, annarsvegar um kynferðislegt ofbeldi og hinsvegar að hóta því að skjóta bekkjarfélaga sína og sprengja upp þinghúsið. Biðjast þau bæði afsökunar á sama vef og þau skrifuðu færslurnar margumtöluðu. Ætla að vona að þessir unglingar hafi lært sína lexíu og átti sig á því að orðum fylgja ábyrgð.

Bloggið er fjölmiðill. Það sem er skrifað þar getur haft mikil áhrif, einkum þegar skrifað er með þessum hætti. Hægt er að rekja skrifin þó ekki fylgi nafn. Það sést mjög vel í þessu tilfelli. Eflaust verður þetta mál lexía fyrir þá sem telja að hægt sé að skrifa hvað sem er án þess að láta nafnið fylgja með.

Held að þau sem skrifuðu þessar færslur eigi eftir að sjá eftir því. Má vera að þau hafi viljað kanna viðbrögðin og reyna að stuða þá sem lesa. En þetta verður sennilega ekki sú athygli sem þau vildu ná.

Lesa má afsökunarbréfin á blabla.is

mbl.is Lögregla rekur slóð bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ef þetta var upplogið þá er það nú samt jákvætt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.5.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Þarfagreinir

Mér finnst gæta ákveðinnar vanþekkingar hjá þeim fréttamönnum sem kalla blabla.is 'blogg' - því þetta er algjörlega opið spjallsvæði. Ég hef lítið skoðað þennan vef, en ég er handviss um að þarna er skrifuð alls kyns vitleysa sem er tekin misalvarlega, eins og gildir um netið svona almennt. Mér finnst það undarleg og 'netlögguleg' þróun ef lögreglan á að fara að eltast við allt misjafnt sem fólk lætur út úr sér undir nafnleysi á netinu - sér í lagi þegar ekki er um að ræða róg gegn nafngreindum einstaklingum.

Þarfagreinir, 15.5.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Tiger

Já, það er ótrúlegt hvað óþroska vanvitar - yngri og eldri - geta gert mikið af sér með því að nota þetta vopn - sem bloggið/netið er - á skaðsamlegan og óþroskaðan hátt. Það er auðvelt að mannorðsdrepa einstakling - en nánast útilokað að hreinsa mannorðið sem slíkt aftur ef mál verður af. Vonum að þessir óþroskuðu einstaklingar læri af þessu.. takk fyrir mig Stefán.

Tiger, 15.5.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband