Hanna Birna á að verða næsti borgarstjóri

Hanna Birna Kristjánsdóttir Ég er þeirrar skoðunar að Hanna Birna Kristjánsdóttir eigi að verða næsti borgarstjóri í Reykjavík þegar að því kemur að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti embættið eftir tíu mánuði. Hún hefur afgerandi umboð til þess úr síðasta prófkjöri, fjölmennasta prófkjöri Íslandssögunnar - þá hlaut hún flest atkvæði og vann slag um annað sætið við Júlíus Vífil Ingvarsson með afgerandi hætti.

Finnst það mjög hlægilegt að það sé komið með það sem raunhæfan möguleika að Júlíus Vífill, sem sat í fimmta sæti framboðslistans fyrir tveim árum og tapaði slag um annað sætið, eigi að verða borgarstjóri í þessari stöðu. Á mjög erfitt með að sjá hvernig eigi að réttlæta slíkt val sem þeir félagar töluðu fyrir á Hrafnaþingi í kvöld með Júlíus sér við hlið. Þá væri gengið gegn prófkjöri sem haldið var og farið mjög neðarlega á listann í leit að leiðtoga flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör til að marka línur og raða fólki til sætis í virðingarröð. Bæði Hanna Birna og Gísli Marteinn hafa sterkasta stöðu og auðvitað eiga þau bara að færast upp í hlutverkum þegar að Vilhjálmur Þ. hættir sem leiðtogi. Annað er skrípaleikur fyrir flokkinn að vinna úr, mun aðeins gera illt verra í þessari ísköldu stöðu sem blasir við öllum. Auk þess kom sterk staða Hönnu Birnu fram í könnun fyrir nokkrum mánuðum, þar sem hún bar höfuð og herðar yfir aðra borgarfulltrúa flokksins.

Tvisvar á þessu kjörtímabili hefur það gerst að sterkir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarpólitík hættu sem bæjarstjórar og flokksleiðtogar; Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Eftirmenn þeirra urðu þau sem skipuðu annað sætið á framboðslista; Sigrún Björk Jakobsdóttir og Haraldur Sverrisson. Umboð þeirra var mjög skýrt og enginn efaðist um það. Hér á Akureyri var þetta ekki einu sinni rætt, þetta var svo sjálfsagt.

Tími Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar er liðinn. Honum urðu á alvarleg mistök í hlutverki sínu sem flokksleiðtoga og brást á örlagastundu flokknum og þeim sem unnu fyrir hann í prófkjöri og kosningum. Hann brást sérstaklega þeim sem kusu hann sem sterkan leiðtoga reynslunnar til verka. Honum ber að víkja og væntanlega er stutt í að það gerist þegar að menn eins og Ingvi Hrafn er búinn að snúa við honum baki sem leiðtoga.

Nýr leiðtogi á að verða valinn með tilliti til þeirra lína sem markaðar voru í prófkjöri haustið 2005. Vilhjálmur situr enn í krafti þess umboðs og óeðlilegt er að vera að velja leiðtoga eftir öðru en því hverjir hlutu þar stuðning til verka. Ef valkosturinn sem Hrafnaþing blessaði verður niðurstaðan í leiðtogaleitinni þarf fyrst að svara því hversvegna eigi að ganga gegn þeim sem hafa mun sterkara umboð flokksmanna.

Slíkt yrði vandræðalegt klúður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og með því yrðu send þau skilaboð að prófkjör skipti í raun engu máli. Einkum yrði tekið eftir slíku í þeirri vondu stöðu sem blasir við sem eftirmæli um misheppnaða leiðtogatíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.

mbl.is Lýsir stuðningi við Júlíus Vífil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

verst að hún vill flytja flugvöllinn

Einar Bragi Bragason., 15.5.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Einar: Má vera. Hún er samt með sterkasta umboð flokksmanna eftir síðasta prófkjör og er öflug og traust kona. Finnst það til skammar fyrir flokkinn ef hún verður ekki borgarstjóri í þeirri stöðu sem blasir við og á að koma í veg fyrir að hún taki við.

Hlynur: Sjáum til. Ég allavega tala eins og landið liggur núna. Ekkert annað hægt. En pólitíkin getur alltaf breyst frá degi til dags. Vika er langur tími í pólitík. Ítalska ástandið í borginni er þannig að fátt ef nokkuð er orðið öruggt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.5.2008 kl. 00:04

3 identicon

Það er rangt með farið að Júlíus hafi sóst eftir öðru sætinu og tapað fyrir Hönnu Biirnu. Ef ég man rétt sóttist JVI eftir 3 sæti í prófkjöri flokksins og lenti í 5 sæti á eftir sitjandi borgarfulltrúum.

Það var fínn árangur, en í dag er staðan önnur og nauðsynlegt er að skoða allt málið með opnum huga og muna það í pólitík á enginn neitt þar sem menn verða að fara eftir aðstæðum hverju sinni annað er eigingirni og framapot einstaklinga fram yfir liðsheild.

andri (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 08:44

4 identicon

Madur tekur púlsinn ekki mikid á Íslandi, búandi hérna í Danmørku, en væri ekki snidugt ad hafa 5 Borgarstjóra sem allir ynnu einn dag í viku? Thá myndi fólk kannski endast út heilt kjørtímabil og allir gætu bent á hvorn annan thegar illa færi :)

Holli Vals (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Andri: Júlíus Vífill gaf víst kost á sér í annað sætið og tapaði fyrir Hönnu Birnu.

Hér er fréttatilkynning um framboð hans í það sæti. Júlíus Vífill tapaði þessum slag og fékk mun færri atkvæði en Hanna Birna.

Hölli: Ekki svo vitlaus hugmynd kannski hehe. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.5.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir þennan pistil Stefán, hann er fínn. Ég er þér algjörlega sammála. Það breytir ekki því að meirihlutinn er lélegur í augnablikinu og sæi ég sízt eftir Júlíusi úr borgarstjórn. Hann kom ekki vel út í fyrra skiftið sem hann sat þar og ekki hefur hann lagast í þetta skiftið, hann hefur ekkert að gera í pólítík, ekkert. Ætti að taka sér eitthvað annað fyrir hendur. Sömuleiðis Gísli Marteinn. Karlpeningur Sjálfstæðisflokksins er að öllu óstarfhæfur. Með beztu kveðju.

Bumba, 16.5.2008 kl. 14:02

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Stefán

Góður pistill

Sammála að sjálfsögðu á Hanna Birna verða borgarstjóri þar sem hún náði 2.sætinu.
Villi verður að fara að stíga til hliðar og setja sína persónuleg hagsmuni til hliðar.

Með kveðju úr Kópavoginum

Óðinn Þórisson, 16.5.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Eins og ég segi í öðru innleggi hér á þessu bloggi, þá held ég að sjálfstæðismenn hafi misst af tækifærinu að setja Hönnu Birnu í öndvegi í síðasta ,, stríði". Ef Vilhjálmur hefði tekið af skarið og stígið til hliðar og Hanna Birna tekið við þá væri allt önnur staða uppi. En ekki það að mér sé ekki slétt sama.

Gísli Sigurðsson, 17.5.2008 kl. 17:11

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Er þetta nógu sanngjörn lýsing, Stebbi: "Hún hefur afgerandi umboð til þess úr síðasta prófkjöri, fjölmennasta prófkjöri Íslandssögunnar - þá hlaut hún flest atkvæði og vann slag um annað sætið við Júlíus Vífil Ingvarsson með afgerandi hætti"?

Í prófkjörinu var sérstök leiðtogakosning, þar sem Vilhjálmur og Gísli Marteinn tókust á með öllum her- og tilkostnaði (meðan Hanna Birna og Júlíus Vífill stigu til hliðar). Vilhjálmur vann, en á Gísli Marteinn ekki tilkall í að vera vara-leiðtogi númer eitt? Náði Hanna Birna ekki öðru sætinu með því að vera á friðarstóli og fá atkvæði bæði Villa-manna og Gísla-manna í annað sætið? 

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband