Hressileg kynlífsráðgjöf hjá áttræðri sexbombu

Dr. Ruth Nekt og kynlíf selja allra mest í nútímasamfélaginu sem við lifum í. Ekki þarf að horfa lengi í kringum sig í blöðum, á netinu og sjónvarpi... eða mörgum öðrum þáttum til að sjá það. Tímarnir eru afgerandi og boðskapurinn er það líka. Kannski er það líka til að kóróna það að kynlífsráðgjafar og sérfræðingar blómstra á þessum tímum og hafa nóg að gera. Ekki eru þó allir þessir sérfræðingar nýbyrjaðir í bransanum, ungt fólk með ákveðnar nútímaskoðanir.

Dr. Ruth Westerheimer komin til landsins. Þessi áttræða kynlífsráðgjafadrottning er hvergi nærri hætt í bransanum, en hefur aldrei haft meira að gera og ferðast enn um heiminn. Hún hefur verið umdeildari en flestar konur árum saman og sagt og gert fleira en mörgum konum af hennar kynslóð hefur órað fyrir að gera. Hefur líka aldrei verið feimin við að tala hreint út og stuða og heilla í senn karla og konur, bæði af sinni kynslóð og líka þeim yngri.

Fannst alveg virkilega gaman að hlusta á skemmtilegt viðtal Brynju Þorgeirsdóttur við dr. Ruth um daginn. Ekki beinlínis að gefast upp í sínu fagi og hefur sennilega aldrei notið sín meira en nú. Þetta er allavega kjarnakona sem kengur er í. Ekki eru margar konur um áttrætt að tala svona eða þora öllu heldur að vera svona einbeitt í tali.

Hvet alla til að hlusta á dr. Ruth. Það er heldur betur kraftur í kerlu.

mbl.is Kynlífsgjörningur í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta er vissulega uppörvandi fyrir okkur konur sem erum "að eldast" að vita að við getum átt góða spretti alveg í 20-30 ár í viðbót, ef guð lofar. Ég dáist að konum sem hundsa aldurinn og brúa bil milli kynslóða með eðlilegum hætti og heilbrigðu viðhorfi til lífsins. Ég hef líka tekið eftir því að í dag er meira um að eldra fólk sé í auglýsingum en var fyrir nokkrum árum síðan og fagna því. Takk fyrir færsluna hún er sérlega eftirtektarverð þar sem karlmaður skrifar um háaldraða konu með svo opnum huga og jákvæðu viðhorfi. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.5.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband