Ed Bradley látinn

Ed Bradley Ed Bradley, einn virtasti fréttamaður í bandarísku sjónvarpi, lést í dag úr hvítblæði, 65 ára að aldri. Bradley vann í 26 ár, eða frá árinu 1980, sem einn af þáttastjórnendum fréttaskýringaþáttarins 60 minutes á CBS. Er það að mínu mati besti fréttaskýringaþáttur sem völ er á í sjónvarpi. Bradley er margverðlaunaður sem fréttamaður, hlaut t.d. 19 Emmy-verðlaun, fyrir störf sín þar. Glæsilegur ferill að baki.

Þetta voru nokkuð óvæntar fréttir, enda hafði lítið verið fjallað um að Bradley væri veikur. Það er sjónarsviptir af Bradley fyrir CBS-sjónvarpsstöðina og verður fróðlegt að sjá hver muni taka sess hans í þessum virta fréttaskýringarþætti. Það var Bradley sem kom til Íslands fyrir nokkrum árum og gerði fréttaskýringu fyrir 60 mínútur um Íslenska erfðagreiningu og stöðu rannsókna á vegum fyrirtækisins og ræddi þá m.a. við Kára Stefánsson.

Umfjöllun CBS um andlát Ed Bradley

mbl.is Fréttamaðurinn Ed Bradley látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Blessuð sé minning hans!

Inga Rós Antoníusdóttir, 9.11.2006 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband