Búbót fyrir Val - titlavörnin fer ekki vel af stað

Valsmenn hljóta að gleðjast yfir 100 milljóna bótagreiðslunni frá Reykjavíkurborg. Góð búbót það. Staða Vals er reyndar engan veginn góð í boltanum. Þeir eru ekki að fara vel af stað á þessari leiktíð, sem núverandi Íslandsmeistarar. Tapið í Keflavík í fyrstu umferð var niðurlægjandi í meira lagi og svo töpuðu þeir fyrir Fylki í gær. Allir hafa spáð þeim titlinum í sumar, en það verður ekki mikið um það ef þeir sýna ekki betri takta í næstu leikjum.

Valur beið í tvo áratugi eftir Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Biðin var löng eftir alvöru titli og töldu margir að sú bið yrði jafnvel álíka löng og KR-ingar upplifðu í denn, en það liðu 31 ár á milli titla hjá þeim, frá árinu 1968 til 1999. Lengi framan af móti hélt ég að FH-ingar myndu taka þetta enn eitt árið. Þeir unnu titilinn þrjú ár í röð og leiddu deildina samfellt í um sextíu umferðir. Valur tók þetta flott á lokasprettinum.

Allir spáðu Val góðu gengi í sumar og ekki birtist spá sem gerði ráð fyrir öðru en bikarinn yrði áfram á Hlíðarenda. Léleg byrjun setur strik í reikninginn í þá spá, enda er ekki nóg að fara eftir spám. Sækja verður stigin til að ná biklarnum. Eitthvað er því að gerast á Hlíðarenda sem þeir verða að vinna úr, ef þeir ætla ekki að missa bikarinn.

Blikur eru á lofti í þeim herbúðum yfir stöðunni, þó vissulega sé deildin bara nýbyrjuð. Hinsvegar er Fjölnir að sýna vel að þeir eru spútnikk-lið. Nýliðarnir toppa deildina eftir glæsilega byrjun. Þar eru menn greinilega hungraðir í titil.

mbl.is 100 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband