Pressan fær aldrei nóg af Britney Spears

Britney Spears Varla líður sá dagur að ekki sé fjallað um hina útslitnu glamúrgellu Britney Spears í fjölmiðlum. Held að ást pressunnar á henni sé að fara úr böndunum. Manneskjan má varla stíga eitt skref út úr húsi án þess að hún sé hundelt um allt. Þetta hlýtur að vera alveg gjörsamlega skelfilegt líf sem hún lifir. Frægðin getur verið mjög dýrkeypt, ætli að Britney sé ekki að verða fyrsta flokks dæmi um það.

Annars er það litla sem heitir orðið líf hjá Britney komið í rúst. Hún er búin að missa börnin vegna óreglu og glyðrulífernis og er á hraðferð að mér sýnist til glötunar. Það er varla stórfrétt að einhverjir hafi myndefni af henni og vilji gera sér pening úr því. Þessar stjörnur eiga fátt ef nokkuð prívat. Annars skilur maður ekki þennan endalausa áhuga, þetta er held ég að enda sem manía hin mesta.

Það verður eflaust áhugavert fyrir einhverja að sjá hvað gerist næst í lífi þessarar konu á þrítugsaldri, en ég vona að fólk leyfi henni að lifa sínu lífi bara í friði.

mbl.is Nýtt kynlífsmyndband með Britneyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það skipti ekki lengur máli hvort að almenningur sé búinn að fá nóg. Ég held að þetta sé orðið þannig (og meira að segja fyrir töluverðu síðan) að fjölmiðlar ákveði hvað almenningur vill fá og töluvert margir úr almenningi láta glepjast.

p.s: Ég er fyrir löngu búinn að fá nóg af Britney og hennar líkum, ég klikkaði einungis á fréttina til að sjá hvað bloggarar hefðu um málið að segja

Davíð (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband