Kalkúnninn Dustin fær sömu örlög og Silvía Nótt

Dustin Ekki borgaði gamansemin og flippið sig fyrir Írland í Eurovision. Kalkúnninn Dustin féll úr keppni með glans og er strax farinn að horfa til Silvíu Nætur sem fyrirmyndar í því að flippa ærlega út og horfast svo í augu við tapið. Á vel við, enda voru þau bæði púuð niður. Held reyndar að Silvía Nótt hafi verið fyrsti keppandinn í hálfrar aldar sögu keppninnar sem var púuð niður og hún fékk mjög marga upp á móti sér.

Atriðið með Silvíu var einn húmor út í eitt og þar var þetta tekið alla leið. Dramað var algjört fyrir og eftir fallið mikla, en frægar voru geðsveiflur hennar eftir keppnina þar sem hún grýtti í fólk öllu úr búningsherberginu og er hún grét á öxl Sigmars Guðmundssonar í fréttaviðtali frá Aþenu. Mögnuð leiktúlkun. Silvía náð allavega athygli allra og margir sem voru í Aþenu gjörsamlega hötuðu hana. Rimma hennar og hinnar sænsku Carolu var alveg mögnuð, til dæmis.

Gat ekki betur séð en að Dustin hafi verið með íslenska fánann í höndunum. Veit ekki hvort að það er tilvísun til Silvíu eða hann haldi með Eurobandinu úr þessu í keppninni. Verður að ráðast svosem. Það er reyndar ansi fyndið hvað Írland hefur fengið háðuglega útreið í keppninni síðustu árin. Þetta er auðvitað Eurovision-land par excellance en þeir unnu fjórum sinnum á tíunda áratugnum og þótti mörgum nóg um orðið, eflaust þeim sjálfum undir lokin enda var orðið þeim dýrt að halda utan um pakkann.

En kalkúnninn blessaði reyndi allt sitt en hafði ekki erindi sem erfiði. Kannski er grínið fyrir gamanseminni í Eurovision eitthvað að minnka. Fjöldi laga í gegnum tíðina sem hafa húmorstengingu hafa náð árangri. Hver man annars ekki eftir Datner & Kushnir með Hoppa Hulle Hulle, LT United með We are the Winners og laginu frá Moldavíu fyrir nokkrum árum, með ömmunni á trommunni. Allt til í þessu.

En misskilinn húmor sem gengur mjög langt fær oft útreið. Írskur kalkúnn og íslensk glimmergella geta vitnað um það.

mbl.is Dustin: Við hefðum átt að hlusta á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég sá ekki betur en að grínið frá Rússum ,skautarnir og allt það grín plús stólpa grínið frá Asjerbaidjan með geldinginn með vængina hefðu gengið fínt og voru þessi atriði mun fyndnari ena Silvia og Dusti

Þórður Helgi Þórðarson, 21.5.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband