Sprengjuhætta í Kópavogi

Sprengjuhætta í KópavogiEkki vantar hasarinn í Kópavogi, þar sem fannst sprengja nú eftir hádegið. Væntanlega er þetta flugvélasprengja. Spurningar vakna, hversvegna sprengjur hafi verið þarna. Væntanlega hafa þarna verið geymslur, æfingasvæði eða eitthvað á vegum hersins væntanlega í seinni heimsstyrjöldinni.

Svona vekur allavega athygli í skólahverfi og hálfpartinn nöturlegt að sprengjur séu svo skammt frá skólahúsnæði og svolítið sérstakt að fyrst komist upp um slíkt núna. Einkum verður áhugavert að sjá hvort fleiri sprengjur eru á þessu svæði og væntanlega leiðir þetta til þess að það verði allt kannað vel.

Lýsingar á sprengjunni benda allavega til þess að þetta sé flugskeyti og þarf að fá svarað þeirri veigamiklu spurningu hversu lengi slík sprengja hefur verið þar og hversvegna hún hafi verið þar.


mbl.is Sprengjulaga hlutur fannst í húsgrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bretinn skildi þetta eftir sig sem sleeping bomb.

Eða Kópamaros týndu þessu á leið sinni upp í Hvalfjörð

Miðbæjaríhaldið

veit að öll óáran er kommatittsflokks Kommalúðum eða Bretaskröttum að kenna.

Afganginn má auðvitað rekja lóðbeint til Gyðinga beggja vegna Atlandsála, hvort er Hollywood, WDC eða bara Ísrael. 

Spyrjið bara Omega liðið.  He HE

Bjarni Kjartansson, 21.5.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband