Flugvélasprengja frá seinna stríðinu í Kópavogi

Sprengjuhætta í Kópavogi Nú hefur það verið staðfest sem ég sagði hér fyrir eitthvað um klukkutíma að sprengjan í Kópavogi er flugvélasprengja frá seinni heimsstyrjöldinni, sem væntanlega er enn virk. Vonandi mun ganga vel að aftengja hana. Þetta vekur auðvitað spurningar um staðsetningu sprengjunnar, en væntanlega hefur þarna verið geymsla eða æfingasvæði.

Sýnist á öllu að vel hafi verið staðið að öllu í viðbrögðum. Rétt var að rýma skólann og loka svæðið af, enda geta sprengjur af þessu tagi verið mjög öflugar og óþarfi að tefla á tæpasta vað með það. Væntanlega verður eitthvað rætt við þá sem þekkja sögu hersins á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni, um hversvegna sprengjan sé þarna og skanna hvað hafi verið á þessu svæði hér á árum áður, en mun líklegra er að sprengjan sé frá stríðsárunum en eftir þau.

Þó þetta sé hálfgerð sagnfræði væri gaman að vita meira um það. Auk þess er eðlilega spurt hvort fleiri sprengjur af svipuðu tagi séu þarna.

mbl.is 50 kg flugvélasprengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband