Sagan af hinum óþolandi flugdólgum

Undir niðri er ekki hægt annað en hlæja að þessum flugdólgum, en mikið skelfilega er nú leiðinlegt að lenda í svona fólki sem kann fótum sínum ekki forráð með drykkju og áreitir farþega í flugvélum. Þetta er sem betur fer ekki daglegt brauð, en eflaust gerist það æði oft að fólk fær sér einum of mikið neðan í því í fluginu og sumir fá sér ágætis skammt fyrir flugið. Fólk er mjög misjafnt fullt og það er fátt ömurlegra en lenda í að sitja með fólki sem hefur fengið sér of mikið og veit ekki alveg hvað þá á að gera nema að eyðileggja flugferðina fyrir öðrum.

Var reyndar einu sinni í flugstöð á Bretlandi fyrir nokkrum árum og þar tók ég einmitt eftir einum manni sem lá greinilega mjög vel áfengismareneraður á bekkjarunu í bið eftir flugvél. Hann var þó ekki dauður eins og við segjum en það varð að benda honum nokkuð vel á að vélin væri að fara, þegar að kallið kom. Og hann staulaðist um borð, náði að redda því og fékk sér meira og svaf hinu værasta á leið til Íslands. Hann missti sig reyndar aðeins í vélinni og tók væn köst en bar sig að öðru leyti sig vel. En hann náði athygli allra um borð. Stjarna flugsins.

Varð loks rólegur og settlegur er Keflavík var í sjónmáli. Hef heyrt í mörgum sem hafa upplifað vissa dramatík í fluginu yfir Atlantshafi með þeim sem hafa gengið lengra. Frægust er sennilega sagan sem ég heyrði af einum í fluginu með tannlækninum sem tók vænt kast og allt varð vitlaust út af. Man mjög vel eftir viðtalinu við hann eftir á þar sem hann vildi skaðabætur frá flugfélaginu og alles. Reyndar ekki heyrt af málinu síðan, nema þá í fyndinni ferðasögu, sem viðstöddum fannst reyndar ekki fyndið meðan á henni stóð.

Held af lýsingum að dæma að þessi maður hafi ekki beint brosað framan í flugfreyjurnar í vélinni og sennilega best geymdur á fjarlægum stað að sofa úr sér gleðivímuna og lætin. En það er ekki á hverjum degi sem svona fréttir koma, sem betur fer segir maður bara. En alltaf komast blessaðir flugdólgarnir nú í fréttirnar.

mbl.is Áreitti farþega á leið til Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Erum einmitt að fara í flug, fjölskyldan, eftir helgi. Vonandi verður enginn flugdóni þar á ferð.

Anna Guðný , 22.5.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið.

Góða ferð og hafið það gott í fríinu. Vonandi sleppið þið alveg við svona stemmningu í ykkar flugi. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2008 kl. 00:31

3 identicon

Á öllum mínum flugferðum frá þessu blessaða skeri (og þær eru nú orðnar ansi margar) hef ég sem betur fer aldrei lent í svona fólki...ef það myndi gerast myndi mín að sjálfsögðu munda myndavélina og vídeóa allt sjóvið, trust me ;)

Verð að viðurkenna að ég fer oftar en ekki með 'aðeins í tánni' í flug þar sem þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég geri...en aldrei myndi ég fara svo gersamlega ofurölvi að ég missi allt skyn. Það er auðvitað bara rugl! :(

Annars er ég að fara að fljúga til Toronto í næsta mánuði...læt þig vita með aldeilis epískri bloggfærslu ef eitthvað svipað ef ekki meira hendir í mínu flugi! ;) 

Bimma (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 02:55

4 identicon

Það er meira en óþolandi þegar fólk getur ekki hamið sig í flugvél útaf drykkju. Þegar við fórum forðum til Írlands voru tveir svona um ferð (tvíburar í þokkabót!) og þeir voru orðnir sauðdrukknir, tóku alltaf upp símann sinn hótuðu að kveikja á honum og læti hehe sögðust ætla að sjá til þess að við myndum lenda á Grænlandi :)  Greyið flugfreyjan í því flugi!

En stefán þú skrifar ekki á netinu þar sem frænka þín getur séð að það sé ánægjulegt að Man utd vinni leik! =)

það vantar sylvíu þarna í tónlistarspilarann. En ég hafð nú lúmskt gaman af írska laginu, ég hló mig máttlausa af atriðinu hehe. Mér finnst algjört must að sjá eitt og eitt atriðinu sem maður getur skemmt sér yfir.

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband