Íslensk hitabylgja í kortunum

SólinVeðurspáin fyrir næstu dagana er alveg yndisleg. Hitabylgja í kortunum og stefnir í grillpartý hér allsstaðar á morgun samhliða Eurovision, sýnist mér. Verður allavega stuð og gleði á morgun, þegar að úrslitakeppnin fer fram. Svona spá er allavega algjör bónus við stemmninguna og eiginlega gulls ígildi.

Er líka mjög gott að fá svona góða tíð eftir veturinn. Eigum þetta öll svo vel skilið. Verður fróðlegt að sjá hvort við fáum jafngott sumar og í fyrra. Þá var mikil sól og mjög þurrt allt sumarið. Man varla eftir þurrari sumri, enda voru bændurnir fúlir og rigningardagarnir hér á Akureyri voru allavega léttilega teljandi.

En þetta er kærkomið fyrir okkur öll, verður syngjandi sæla þessa Eurovision-helgi.

mbl.is Næstum óraunveruleg veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband