Íslensk þjóðargleði - frábær árangur í Eurovision

Regína Ósk og Friðrik Ómar Eiginlega er það fyrst núna sem maður er að ná sér niður eftir gærkvöldið. Þvílík skemmtun í gærkvöldi. Algjörlega magnað. Þetta var auðvitað sannkölluð íslensk þjóðargleði, það var allavega fagnað alveg eins og við hefðum unnið keppnina. Eftir svo mörg ár í undankeppninni án nokkurs árangurs er þetta gleðilegur áfangi, hvað svo sem gerist á morgun. Allt í viðbót er plús.

Gleðin í gær var svo sönn. Finnst þetta jafnast eiginlega við gleðina eftir að við urðum í öðru sætinu árið 1999. Við vorum allavega komin í þörf fyrir því að fagna eftir mjög vond ár í Eurovision-keppninni. Höfum ekki verið í úrslitakeppninni síðan að Jónsi söng Heaven fyrir fjórum árum og löngu kominn tími til að við næðum lengra. Ef við hefðum ekki náð áfram með þessa flottu frammistöðu hefði verið hin stóra spurning hvað gæti þá eiginlega virkað á tónlistaráhugamenn Evrópu. En þetta gekk upp og gott betur en það.

Fannst reyndar merkileg tilviljun að við erum næst á eftir Póllandi á svið á morgun. Sama gerðist árið 1999. Selma Björnsdóttir var næst á svið eftir pólska laginu þá, sem ég man ekki hvað hét reyndar, enda minnir mig að því hafi ekki gengið sérstaklega vel. Pólska lagið er rólegt og vonandi mun stuðbylgjan í okkar lagi verða góð á eftir því. Held að við höfum verið heppin með okkar númer á úrslitakvöldinu.

Svo er auðvitað bara stuð og fjör á morgun, enn eitt Eurovision-partýið. Held að við getum verið stolt og ánægð hvernig sem fer úr þessu. Aðalmarkmiðið var að komast áfram, gera út af við bömmerinn mikla og þunglyndið yfir því að við næðum ekki upp úr undankeppninni. Úr þessu verður þetta bara stuð og gleði. Enda gerir okkar fólk sitt besta og gott betur en það.

mbl.is „Kom skemmtilega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.

Ég er náttúrulega að springa úr gleði yfir úrslitum gærkvöldsins......eurovisionnördið sem ég er...verst að Hjördís systir missir af þessu öllu, en hún ætti nú að geta skemmt sér ágætlega í Tyrklandi þar sem hún er núna stödd. Við krossum fingurna á laugardagskvöldið og hvernig sem fer getum við verið stolt af Friðriki og Regínu.......loksins fáum við að vera með!!!

Bestu kveðjur, þín frænka.

Jóhanna Seljan (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 14:30

2 identicon

Sæll frændi

 Mér finnst lítið gert úr því að þau væru ekki þar sem þau eru ef Örlygur Smári hefði ekki ekki samið svona brilljant lag. Flutningurinn er frábær eftir sem áður . Áfram  Ísland. Bið að heilsa mömmu.

helgi (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband