Ísland í 14. sæti - landamærapólitíkin blómstrar

Regína Ósk og Friðrik Ómar Jæja, Ísland lenti í 14. sæti í Eurovision - áhyggjur okkar um hvar ætti að halda keppnina og hvernig við ættum að gera það reyndust óþarfar. Er mjög stoltur af Frikka og Regínu. Þau stóðu sig vel, gerðu sitt besta og við getum verið mjög stolt af þeim. Það er erfitt að ná árangri í þessari keppni eins og hún er orðin, enda er landamærapólitíkin algjör. Enda var þetta mjög fyrirsjáanlegt.

Er alveg sammála Sir Terry Wogan um að keppnin er komin út í algjört rugl og breytinga er þörf. Þetta sást mjög vel þegar að undankeppnunum sleppti og stigagjöfin endurspeglaði öll þessi lönd. Vesturhluti Evrópu situr meira og minna hjá og góð lög frá þeim hluta fá ekki brautargengi. Þetta er orðin pólitísk keppni en ekki eingöngu tónlistarkeppni. Bitur staðreynd en hún blasir við.

Sigurlagið var lala, ekkert meira svosem. Hefði frekar viljað að Grikkland eða Úkraína myndu vinna. Árangur okkar var kannski fyrirsjáanlegur, en fór ekkert eftir því hversu vel við stóðum okkur. Við vorum klárlega með eitt besta atriði kvöldsins. En svona er þetta. Charlotte hin sænska komst áfram á dómnefndarvali og varð fyrir neðan okkur. Ekki græddi hún mikið á endurkomunni.

mbl.is Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglegt að hugsa svona, þegar haft er í huga að lítið var kvartað yfir því að Írar skyldu vinna þrjú ár í röð og enskumælandi þjóðir dómineruðu keppnina svolítið

Sérstaklega finnst mér hart að tala um landamærapólitíkina sem blómstrandi þegar haft er í huga að svona erum við í Vestur-Evrópu alveg líka (Grikkir-Kýpur - Norðurlöndin ... )

"Klárlega með eitt besta atriði kvöldsins"... því miður er þetta ekki staðreynd heldur skoðun, sem ég tek undir, en verð að gefa öðrum tækifæri á að styðja hana ekki Ég hefði sett Ísland í svona 6.-8. sæti miðað við hvaða lög mér fannst best. Ég hélt með Serbíu og Úkraínu og Armeníu...

Greinilegt að þú telur norska lagið ekki gott lag, þar sem góð lög frá vesturEvrópu fá ekki brautargengi ... hmmm, fengu slatta af stigum frá Austur-Evrópuþjóðunum og enduðu í 5. sæti ... ! Já, þvílík landamærapólitík þar á ferð.

Sætast fannst mér að sjá Charlotte lenda fyrir neðan okkur og einnig að hún hafi komist inn á dómnefndarvali! stigalega séð eftir forkeppnirnar vorum við í 17. sæti, förum svo upp í 14. sæti í aðalkeppninni og það er bara frábær árangur - þökk sé ekki-klíkuskap norðurlandanna sem gáfu okkur 35 af 64 stigum okkur

Hvernig er keppnin komin út í rugl? Er það út af því að fjöldi Austur-Evrópuþjóða er svona mikill? Er þá svarið að skipta Íslandi upp í fjögur sjálfstæð ríki og gera slíkt hið sama við aðrar vesturEvrópuþjóðir og þannig eiga séns...?

Hvar er ruglið? 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 10:49

2 identicon

Austur Evrópa kýs Austur Evrópu og Ísland gefur dönum 12 stig og danir gefa okkur 12 stig.  Þetta segir allt sem segja þarf.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband