Árni Johnsen í 2. sæti - spenna í Suðrinu

Sjálfstæðisflokkurinn Talning stendur nú yfir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í fyrstu tölum er Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í 1. sæti, en Árni Johnsen er í öðru sætinu. Í því þriðja er Kjartan Ólafsson, alþingismaður, fjórða er Drífa Hjartardóttir, alþingismaður og fimmta er Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri. Sjötta er Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Það verður vel fylgst með stöðunni í Suðurkjördæmi. Góð kjörsókn virðist vera og menn geta verið sáttir við framkvæmd prófkjörsins og góða stöðu almennt hjá flokknum á svæðinu. Það eru sviptingar í fyrstu tölum. Tveir þingmenn virðast fallnir miðað við fyrstu tölur; Guðjón Hjörleifsson og Gunnar Örn Örlygsson, en enn er mikið ótalið í prófkjörinu. Mikil spenna yfir stöðu mála.

mbl.is Talning hafin í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband