Rótarý-félagar hittast á Akureyri

Í dag sat ég formót Rótarý-hreyfingarinnar í Brekkuskóla hér á Akureyri, þar sem ég er verðandi ritari í mínum klúbbi. Eftir hádegið hófst svo umdæmisþingið og það mun halda áfram aftur á morgun. Þingið er haldið nú hér þar sem fráfarandi umdæmisstjóri Rótarý, Pétur Bjarnason, er í Rótarýklúbbi Akureyrar.

Ekki er nema rúmt ár síðan að ég gekk í Rótarý, hefur bæði verið gagnlegt og gaman að taka þátt í verkum þar. Nú tek ég svo við trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Hef verið lengi í félagsstörfum af ýmsu tagi og verður bæði áhugavert og spennandi að taka þátt í þessu. Þetta er mjög góður félagsskapur.

Á fundi fyrir okkur verðandi ritara var farið yfir mörg spennandi verkefni sem verða á næsta starfsári og ekki laust við að við sem sátum fundinn teljum hlutverk okkar veigamest í félagsstarfi klúbbanna, enda mjög mikið, einskonar tengiliður félagsmanna við umdæmið hérlendis og margt sem fylgir því.

Var gaman að hitta góða félaga, einkum verðandi ritara, en meðal þeirra er Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrum heilbrigðis- og umhverfisráðherra. Var gaman að ræða um blogg og pólitík við Siv yfir kaffibolla í dag. Segir hún vel frá þingstörfum í dag á vefsíðu sinni og birtir myndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband