Snarpir eftirskjálftar - jörð skelfur fyrir sunnan

Skemmdir í skjálftunum Ekkert lát virðist vera á skjálfahrinunni fyrir sunnan og enn ríða yfir miklir skjálftar nálægt þéttbýli, en þó er þetta vonandi að fjara út eftir sviptingarsama tvo daga skjálfta og umhleypinga. Heyrði í vini mínum á Selfossi áðan og er mun áhugaverðara að heyra þær lýsingar en allar pælingar fréttamannanna. Enda eru viðtölin við fólkið á staðnum og svipmyndir af því sem hefur gerst áhugaverðast.

Myndirnar úr öryggismyndavélunum sem opinberaðar voru í dag eru sérstaklega áhugaverðar, en þar sést best hversu öflugir skjálftarnir tveir um fjögurleytið í gær voru en myndirnar úr verslunum sýna vel stöðu mála. Myndirnar af ísbílnum við bensínstöðina voru líka ansi magnaðar og eiginlega merkileg heimild um hversu mikið gekk á. Enda eðlilegt að fólk sé hreinlega í losti eftir þessa lífsreynslu og hafi hikað við að sofa heima hjá sér í nótt. Þvílík læti, það tekur sinn tíma að jafna sig á því.

Við hér í Eyjafirði þekkjum sannarlega vel þá tilfinningu sem þeir á Suðurlandi finna fyrir. Búum hér á miklu jarðskjálftasvæði og gætum hvenær sem er eiginlega upplifað hið sama og gengur nú yfir fyrir sunnan. Fundið marga skjálfta í seinni tíð þó enginn jafnist á við Dalvíkur- og Kópaskersskjálftana 1934 og 1976, auk skjálftans mikla 1963. Hef mikið stúderað Dalvíkurskjálftann, enda stór partur af sögunni okkar hér og sýnir okkur vel á hverju við getum átt von hér í firðinum.

En já, vonandi fer nú að róast yfir fyrir sunnan. Þetta er komið gott af hristingi.

mbl.is Snarpir eftirskjálftar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband