Hefði löggan beitt taser-byssu á strákinn í 10-11?

Löggan ræðst á strák í 10-11 Eðlilega var flestum brugðið þegar lögreglumaðurinn Sigurður Pétur Ólafsson missti stjórn á sér og tók unglingsstrák kverkataki í 10-11 verslun fyrir nokkrum dögum vegna þess eins að honum fannst strákurinn vera með kjaft. Hafði strákurinn ekkert af sér gert og nú er lögreglumaðurinn kominn í leyfi frá störfum og vill eflaust gleyma vinnubrögðum sínum, sem voru til skammar fyrir lögregluna.

Hef orðið var við að margir hafa spurt sig að því hvort að lögreglumaðurinn hefði beitt rafbyssu, taser-vopninu margumtalaða, hefði verið búið að leyfa það. Eins og staðan var hefði hann getað stillt sig um að beita vopninu á strákinn? Eðlilega er spurt að þessu. Lögreglan hefur að undanförnu tjáð sig opinskátt um rafbyssur og félag lögreglumanna hefur sérstaklega lýst sig samþykka því að fá vopnið í hendur, rétt eins og vinnufélagar þeirra t.d. í Bandaríkjunum. Hefur verið deilt um Taser-vopnið allt frá því það var tekið upp og hafa mörg dæmi notkunar þess orðið umdeild.

Lögreglumaðurinn var starfstétt sinni til skammar með vinnubrögðunum í verslun 10-11 og varla hefði hann getað höndlað að vera með Taser-byssu við þetta tilefni, enda virtist hann ekki hafa stjórn á sér við þessar aðstæður. Hef reyndar séð í bloggskrifum að þessi lögreglumaður hafi orðið fyrir einelti á yngri árum, verið fórnarlamb þess og orðið sennilega fyrir ýmsu. Þó að deila megi um hvort að þessi lögreglumaður sé öðruvísi en aðrir er eðlilegt að spyrja sig um hvernig atburðarásin hefði orðið í versluninni hefði löggan haft taser-byssu með í för.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Merkilegt, ég þekki slatta af lögreglumönnum...og flestir lentu þeir í einelti og áttu erfitt uppdráttar á margan hátt sem börn og unglingar.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.6.2008 kl. 18:01

2 identicon

Það sem ég velti fyrir mér er þetta ... hvers vegna tæmdi gaurinn ekki vasann sinn þegjandi og hljóðalaust?  (en til að fyrirbyggja allan hugsanlegan misskilning hjá þeim sem vilja misskilja, þá er ég ekki að leggja blessun mína yfir gjörning lögreglumannsins.).

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Það verður hver og einn að ímynda sér hvernig framhaldið hefði orðið, ef lögreglan verið vopnuð Taser-byssum...Ég hefði allavega ekki kosið að hafa verið ungi drengurinn sem löggan tók kverkataki!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 1.6.2008 kl. 18:47

4 identicon

Stefán, þetta er álíka gáfuð spurning og - hefði lögreglumaðurinn notað skotvopn ef hann hefði verið með það.  Lögreglumaðurinn er með járnkylfu og piparúða og hann notaði það ekki.  Af hverju ætti hann að taka upp rafbyssu og skjóta drenginn.  Það er greinilegt að lögreglumaðurinn missti sig og allt annað er bara algjört bull og bloggarar eru uppfullir af því.  Það er til svolítið sem heitir valdbeitingareglur lögreglu og bloggarar munu aldrei fá að sjá þær, því þær eru trúnaðarmál :-)

Ég geri fastlega ráð fyrir því að lögregla muni eingöngu fá nota rafbyssu í gríðarlega hættulegum aðstæðum eins og t.d. við yfirbuga hnífamenn.  Í BNA eru rafbyssurnar hinsvegar notaðar af engu tilefni og bloggarar hér á landi litast ótrúlega af því.  Erum við eitthvað lík könum?

Gústaf (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband