Hetjan Lorenzo fellur frá - eftirminnileg mynd

Lorenzo´s Oil Eftir hetjulega baráttu viđ taugasjúkdóm í hálfan ţriđja áratug er Lorenzo Odone látinn. Honum tókst ađ lifa mun lengur en fćrustu lćknum órađi fyrir og skrifađi nýjan kafla í sögu ţessa sjaldgćfa sjúkdóms međ baráttu sinni. Saga hans vakti heimsathygli í kvikmyndinni Lorenzo´s Oil fyrir tćpum tveim áratugum. Áđur hafđi ég ţó lesiđ bók um hann og séđ sjónvarpsţćtti sem fjölluđu um baráttuna viđ sjúkdóminn.

Ekki er langt síđan ađ ég horfđi síđast á myndina. Hef alltaf metiđ hana mikils, bćđi er sagan mjög sterk og svo hafa ţau Nick Nolte og Susan Sarandon veriđ međal minna uppáhaldsleikara alla tíđ, enda alveg frábćr. Ţau gáfu allt í túlkun sína auk ţess sem drengurinn er lék Lorenzo, sem ég man ţví miđur ekki hvađ heitir, lék af innlifun. Gamli góđi meistarinn Sir Peter Ustinov, sem hlaut tvisvar óskarsverđlaun á sjöunda áratugnum, átti ţar sinn síđasta stórleik á litríkum ferli í hlutverki prófessorsins.

Myndin um baráttu Lorenzos var ekki skemmtiefni, enda grafalvarlegt mál. Varla er viđ ţví ađ búast ađ fólk horfi á hana sér til skemmtunar, enda eru sjúkdómamyndir svosem varla valdar til áhorfs ef fólk vill skemmta sér. Hef svosem aldrei haft sérstaklega gaman af sjúkdómamyndum, en séu ţćr vel leiknar og međ alvöru innihald og gott handrit eru ţćr góđar. Ţegar ađ horft er á slíka mynd ţarf ţó ađ gera sér grein fyrir ađ varla mun myndin gera mann glađari en ţegar hún hófst.

Túlkun Susan Sarandon á mömmunni var tilnefnd til óskarsverđlauna og handritiđ ennfremur. Susan tapađi óskarnum einum of oft á sínum ferli. Túlkanir hennar í Thelmu & Louise, The Client og ţessari mynd voru allar gulls ígildi en hún vann verđlaunin loksins, seint og um síđir fyrir túlkun sína á nunnunni Helen í Dead Man Walking.

Seint verđur sagt ađ Lorenzo´s Oil sé skemmtiefni, en ţađ er falleg og vel gerđ mynd međ miklu innihaldi um baráttuna viđ illvígan sjúkdóm, baráttu sem gekk vel framan af, svo vel ađ ţađ tókst ađ lifa međ sjúkdómnum lengur en nokkrum órađi fyrir, varla foreldrunum einu sinni, ţeim sem studdu hann best.

Mćli međ myndinni viđ ţá sem hafa ekki séđ hana. Hún skilur eftir sinn sess í hjartanu, eins og allar sannar lífsreynslusögur gera.

mbl.is Drengur sem Hollywoodmynd var gerđ um er látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Ţórhallsson

Ég sá hana á sínum tíma og ćtla mér ađ kíkja á hana aftur.

Róbert Ţórhallsson, 2.6.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála ţessu  Stefán Friđrik,hefđi ekki sagt ţetta betur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.6.2008 kl. 18:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband