Hćđir og lćgđir barnastjörnunnar Tatum

Ryan O'Neal og Tatum O'Neal í Paper Moon Jćja, sennilega hefur óskarsverđlaunaleikkonan Tatum O´Neal náđ botninum sínum međ ţví ađ vera handtekin í kókaínkaupum á Manhattan um helgina og mun vonandi ná ađ koma lífi sínu aftur á beinu brautina. Hún ritađi bókina A Paper Life, ţar sem gert var upp viđ fíknina og litríkan ćviferil hennar allt frá ţví ađ hún var ungstjarna og frćg á einni nóttu međ leik sínum.

Ekki er beint mikill stjörnuljómi yfir áru Tatum nú miđađ viđ í denn sem leikara og stjörnu á vettvangi kvikmyndanna. Hún varđ heimsfrćg í upphafi áttunda áratugarins fyrir túlkun sína á hinni smellnu Addie í hinni eftirminnilegu stórmynd, Paper Moon, áriđ 1973, en ţar lék hún á móti föđur sínum Ryan O´Neal. Tatum fékk óskarsverđlaunin, yngst allra leikara í sögu Óskarsverđlaunanna, fyrir túlkun sína. Fađir hennar, sem var ein af helstu stjörnum kvikmyndanna á ţeim tíma, hefur átt undir högg ađ sćkja eins og dóttirin síđustu misserin.

Mér hefur alltaf fundist Pappírstungl ein besta mynd áttunda áratugarins. Er svo innilega heillandi og traust mynd; ţar léku ţau feđginin mjög útsmogin feđgin sem leggja saman í púkkiđ til ađ hafa í sig og á; hann selur biblíur til grandalausra ekkna í sorg og hún leikur međ til ađ dćmiđ gangi upp. Fyndinn pakki og myndin er skylduáhorf fyrir alla sanna kvikmyndaunnendur. Tatum var ađeins tíu ára gömul er hún hlaut óskarinn og fékk fjölda tćkifćra fyrst á eftir, en hvarf í skugga annarra leikkvenna eftir ţví sem leiđ á áttunda áratuginn og komst aldrei úr skugga barnastjörnunnar né heldur Addie, hlutverksins sem fćrđi henni óskarinn.

Margir muna eftir Ryan O´Neal úr hinni rómantísku vasaklútamynd Love Story áriđ 1970. Ţar fór hann á kostum í hlutverki ferilsins sem Oliver Barrett, sem fellur fyrir Jennifer Cavalleri en missir hana međ sorglegum hćtti langt fyrir aldur fram. Ţađ er svo sannarlega súrsćt ástarsaga. Ţađ er ekki hćgt ađ segja annađ en ađ sú mynd hafi veriđ toppur leikferla bćđi O´Neal og Ali MacGraw. Myndin varđ ein sterkasta mynd ársins 1970, ţó sennilega sé hún einum of vćmin á ađ horfa nú var ţađ mynd tilfinninga og krafts. Stefiđ í henni er gulls ígildi - er ţađ í spilaranum.

Nefna mćtti fleiri myndir međ O´Neal, en í seinni tíđ hefur ferill hans veriđ mjög lágstemmdur. Ţađ síđasta sem ég man eftir međ honum er hlutverk Jerrys Fox í Miss Match og Rodney Scavo, pabba Tom, í Desperate Housewifes. Síđast ţegar ađ ég vissi var Tatum ađ leika í ţáttunum Rescue Me, en ţađ er réttnefni fyrir ćvi hennar síđustu árin, en ţar hefur flest gengiđ illa, og ég ćtla ekki einu sinni ađ reyna ađ muna hvenćr hún lék í almennilegri mynd síđast.

Tatum verđur sennilega alltaf í huga okkar kvikmyndaađdáenda litla og útsjónarsama en ţó saklausa stúlka í Pappírstunglinu. En eins og fleiri barnastjörnur hefur hún átt döpur örlög og átt erfitt međ ađ komast úr barnćskuímynd ferilsins og hefur upplifađ dimma daga. Vonandi nćr hún ađ rífa sig upp af sínum botni.


mbl.is Tatum O'Neal stađin ađ kókaínkaupum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband