3.6.2008 | 00:32
Hillary á leiðarenda - hver verður útgönguleiðin?
Nú þegar ljóst er orðið að Hillary Rodham Clinton mun ekki ná útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins er spurt um hver verði útgönguleið hennar, án þess að missa pólitíska stöðu sína endanlega. Yfirlýsing Bill Clinton í kvöld er skýrasta merki þess að hún muni binda enda á framboð sitt á allra næstu dögum. Varla eru það tíðindi í stöðunni, enda vantar Obama aðeins 42 þingfulltrúa til að hljóta útnefninguna. Þessu er einfaldlega lokið.
Þetta er erfið pólitísk staða sem mikilvægt er að Clinton-hjónin komist út úr eins heil og ósködduð og mögulegt má vera í þessu auðmýkjandi tapi. Ekki aðeins er pólitískur ferill Hillary undir heldur söguleg pólitísk arfleifð Bill Clinton sem 42. forseta Bandaríkjanna, baráttumannsins og sjarmatröllsins frá smábænum Hope í Arkansas sem markaði söguleg þáttaskil með forsetasetu sinni, þó umdeildur hafi verið. Þau hafa verið pólitískar fjölmiðlastjörnur Demókrataflokksins og drottnað í krafti þess, haft flokkinn í sínum höndum. Tapið nú er skaðlegt, enda er allt þeirra pólitíska kapítal í óvissu nú.
Ekki þarf að efast lengur um að þessi langvinni forkosningaslagur er kominn á leiðarenda. Hillary er komin á leiðarenda í draumaferð sinni til Hvíta hússins, sem átti að ljúka með sigri í nóvember og sögulegu pólitísku ári kvenna þar sem hún stæði uppi sem sigurvegari. Hún hefur aldrei tapað kosningum og þau hjón þekkja ekki tilfinninguna að tapa illa - orðið er ekki einu sinni til í orðabókinni. Nú er leitað að útgönguleið sem er óhjákvæmileg nú. Í þeim efnum er spurt um rétta tímapunktinn og réttu eftirmælin á framboðið og augljós merki þess hvað Hillary geri nú þegar að draumurinn mikli er runninn út í sandinn.
Langur slagur úr þessu í hinu tapaða spili mun skaða ekki aðeins hana heldur sögulega pólitíska arfleifð eiginmanns hennar. Hún vill eiga sér pólitískt líf handan þessarar baráttu og leitar að útgönguleið. Þrátt fyrir tapið getur Hillary hrósað sigri að mörgu leyti í þessum slag. Hillary og Bill gerðu mörg skelfileg mistök, þau mistök kostuðu hana sigurinn og hún reyndi að bæta úr þeim mistökum á síðari stigum baráttunnar og náði að eiga endurkomu, en það var alltof seint til að snúa taflinu við. Þetta hefur verið töpuð barátta um nokkurra vikna skeið, en samt tókst Obama ekki að slá hana út með krafti.
Ef Obama tapar getur hún átt pólitíska endurkomu með því að segja að hún hafi haft rétt fyrir sér með lykilfylkin og styrkleika sína. En það reynir ekki á það í þessum kosningum, nema hún verði varaforsetaefni hans. Hún yrði fyrsta konan sem varaforseti ef Obama myndi vinna, en ella búa í haginn fyrir forsetakosningarnar 2012. Hvernig sem fer getur hún átt sóknarfæri. Efast um að hvorugt þeirra vilji vera saman sem samlokur fram í nóvember. Til þess að það megi ganga hafa fallið of harkaleg orð og verið of mikið persónulegt skítkast þeirra á milli. Flest er það geymt en ekki gleymt.
Stóra spurningin er hvernig Clinton-hjónin binda enda á baráttuna fyrir Hvíta húsið. Þau eru særð á eftir, en ekki úr leik. Margir bera mjög mikla virðingu fyrir þeim, þó margir þeirra hafi snúið við þeim baki nú. Þau eru pólitísk hörkutól sem hafa áður risið úr vondri stöðu og getað spinnað hana sér í hag. En þau þekkja ekki auðmýkjandi tap og eru eflaust að hanna atburðarásina sem hentar þeim, hvort sem Obama nær að komast í Hvíta húsið eður ei.
Hillary á sín tromp í stöðunni. Hún gæti orðið flokksleiðtogi demókrata í öldungadeildinni og forsetaefni síðar með sáttum. Auk þess gæti verið að hún sækist eftir ríkisstjóraembættinu í New York. Allt er opið. En á árinu sem átti að vera hennar eru Clinton-hjónin skyndilega komin í pólitíska óvissuferð sem þau eru að reyna að ná tökum á en geta það ekki. Spurningarnar eru margar.
Stóra spurningin er hvort hún hætti þegar á morgun og fari út úr þessu með þeirri reisn sem eftir er í stöðunni, tryggi sameinaðan flokk og vinni að því að tryggja Obama vist í Hvíta húsinu. Þó að þau hafi tapað þessum slag eru þau fjarri búin að vera. Þau hafa mörg tækifæri og hvernig sem á taflið er litið mun Obama þurfa að leita til þeirra um stuðning.
Alveg ljóst er því að þetta endatafl hins langvinna demókrataslags mun ráða miklu um það hversu sameinaður Demókrataflokkurinn fer af flokksvelli og í þau átök sem mestu skipta, um það hver verði eftirmaður George W. Bush í Hvíta húsinu. Clinton-hjónin geta verið örlagavaldar í þeim slag ef þau halda rétt á spilum, þó tapið sé staðreynd.
Þetta er erfið pólitísk staða sem mikilvægt er að Clinton-hjónin komist út úr eins heil og ósködduð og mögulegt má vera í þessu auðmýkjandi tapi. Ekki aðeins er pólitískur ferill Hillary undir heldur söguleg pólitísk arfleifð Bill Clinton sem 42. forseta Bandaríkjanna, baráttumannsins og sjarmatröllsins frá smábænum Hope í Arkansas sem markaði söguleg þáttaskil með forsetasetu sinni, þó umdeildur hafi verið. Þau hafa verið pólitískar fjölmiðlastjörnur Demókrataflokksins og drottnað í krafti þess, haft flokkinn í sínum höndum. Tapið nú er skaðlegt, enda er allt þeirra pólitíska kapítal í óvissu nú.
Ekki þarf að efast lengur um að þessi langvinni forkosningaslagur er kominn á leiðarenda. Hillary er komin á leiðarenda í draumaferð sinni til Hvíta hússins, sem átti að ljúka með sigri í nóvember og sögulegu pólitísku ári kvenna þar sem hún stæði uppi sem sigurvegari. Hún hefur aldrei tapað kosningum og þau hjón þekkja ekki tilfinninguna að tapa illa - orðið er ekki einu sinni til í orðabókinni. Nú er leitað að útgönguleið sem er óhjákvæmileg nú. Í þeim efnum er spurt um rétta tímapunktinn og réttu eftirmælin á framboðið og augljós merki þess hvað Hillary geri nú þegar að draumurinn mikli er runninn út í sandinn.
Langur slagur úr þessu í hinu tapaða spili mun skaða ekki aðeins hana heldur sögulega pólitíska arfleifð eiginmanns hennar. Hún vill eiga sér pólitískt líf handan þessarar baráttu og leitar að útgönguleið. Þrátt fyrir tapið getur Hillary hrósað sigri að mörgu leyti í þessum slag. Hillary og Bill gerðu mörg skelfileg mistök, þau mistök kostuðu hana sigurinn og hún reyndi að bæta úr þeim mistökum á síðari stigum baráttunnar og náði að eiga endurkomu, en það var alltof seint til að snúa taflinu við. Þetta hefur verið töpuð barátta um nokkurra vikna skeið, en samt tókst Obama ekki að slá hana út með krafti.
Ef Obama tapar getur hún átt pólitíska endurkomu með því að segja að hún hafi haft rétt fyrir sér með lykilfylkin og styrkleika sína. En það reynir ekki á það í þessum kosningum, nema hún verði varaforsetaefni hans. Hún yrði fyrsta konan sem varaforseti ef Obama myndi vinna, en ella búa í haginn fyrir forsetakosningarnar 2012. Hvernig sem fer getur hún átt sóknarfæri. Efast um að hvorugt þeirra vilji vera saman sem samlokur fram í nóvember. Til þess að það megi ganga hafa fallið of harkaleg orð og verið of mikið persónulegt skítkast þeirra á milli. Flest er það geymt en ekki gleymt.
Stóra spurningin er hvernig Clinton-hjónin binda enda á baráttuna fyrir Hvíta húsið. Þau eru særð á eftir, en ekki úr leik. Margir bera mjög mikla virðingu fyrir þeim, þó margir þeirra hafi snúið við þeim baki nú. Þau eru pólitísk hörkutól sem hafa áður risið úr vondri stöðu og getað spinnað hana sér í hag. En þau þekkja ekki auðmýkjandi tap og eru eflaust að hanna atburðarásina sem hentar þeim, hvort sem Obama nær að komast í Hvíta húsið eður ei.
Hillary á sín tromp í stöðunni. Hún gæti orðið flokksleiðtogi demókrata í öldungadeildinni og forsetaefni síðar með sáttum. Auk þess gæti verið að hún sækist eftir ríkisstjóraembættinu í New York. Allt er opið. En á árinu sem átti að vera hennar eru Clinton-hjónin skyndilega komin í pólitíska óvissuferð sem þau eru að reyna að ná tökum á en geta það ekki. Spurningarnar eru margar.
Stóra spurningin er hvort hún hætti þegar á morgun og fari út úr þessu með þeirri reisn sem eftir er í stöðunni, tryggi sameinaðan flokk og vinni að því að tryggja Obama vist í Hvíta húsinu. Þó að þau hafi tapað þessum slag eru þau fjarri búin að vera. Þau hafa mörg tækifæri og hvernig sem á taflið er litið mun Obama þurfa að leita til þeirra um stuðning.
Alveg ljóst er því að þetta endatafl hins langvinna demókrataslags mun ráða miklu um það hversu sameinaður Demókrataflokkurinn fer af flokksvelli og í þau átök sem mestu skipta, um það hver verði eftirmaður George W. Bush í Hvíta húsinu. Clinton-hjónin geta verið örlagavaldar í þeim slag ef þau halda rétt á spilum, þó tapið sé staðreynd.
Gaf í skyn að Clinton ætli að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eðlilegt að fara yfir stöðuna. Þetta eru mikil þáttaskil sem felast í úrslitunum. Clinton-hjónin hafa misst flokkinn úr höndum sér og horfast í augu við þá stöðu sem ég lýsi. Finnst ekkert óeðlilegt að rekja það, enda eru þetta úrslit sem fela í sér miklar breytingar á stjórnmálalitrófinu vestanhafs. Þrátt fyrir að Hillary hefði allt til að sigra náði hún ekki útnefningunni. En mistökin sem hún gerði eru augljós svosem. Hún tapaði þessu eftir ofur-þriðjudag.
Hvað með það. Úrslitin eru já ljós fyrir nokkru og hef ég vel bloggað um það, en engu að síður eru þetta endalok sem margir munu ekki sætta sig við brosandi. Þó Hillary hafi tapað hefur hún samt enn ekki tapað í þeirri merkingu að enn hefur keppinautur hennar ekki náð útnefningunni þó kominn sé júní. Flokkurinn er í sárum og eiginlega hefur enginn sigrað af alvöru þennan slag. Forkosningaferli flokksins hefur skaðast í þessum átökum og munu væntanlega vera gerðar miklar breytingar á því.
Stóra spurningin nú er hvað þeir sem hafa fylgt Hillary í gegnum súrt og sætt mánuðum saman muni gera. Margir vilja ekki kjósa Obama, þessi hópur gæti tryggt McCain Hvíta húsið. Gott dæmi er að þegar Geraldine Ferraro segist frekar vilja McCain en Obama í Hvíta húsið er mikið að í Demókrataflokknum. Hann er skorinn í tvennt eftir átökin.
Stefán Friðrik Stefánsson, 3.6.2008 kl. 01:12
Ber mikla virðingu fyrir Hillary. Hef fjarri því verið sammála henni en hún hefur sýnt allt sitt besta í þessari baráttu, þó tapið blasi við. Verið dugleg og einbeitt, keyrt sig áfram þó margir telji hana af. Er mjög kraftmikil og er glæsilegur fulltrúi kvenna í baráttunni.
Efast um að Obama tapi þessu úr því sem komið er. Flokkurinn mun styðja hann og fylkja sér um hann. Efast svo um hvort hann sigri. Það eru mörg spurningamerki framundan. Hillary hefur sýnt veikleika Obama vel síðustu vikurnar.
Hann á mikið verk fyrir höndum í kosningunum þegar hann nær útnefningunni.
Stefán Friðrik Stefánsson, 3.6.2008 kl. 01:26
Við skulum skoða þá staðreynd að Obama er svartur, og sem slíkur yrði hann brautryðjandi á forsetastóli. Kjörmenn á þingi demókrata eru ekki byrjendur í pólitík og því ólíklegt að þeir taki mikla sjensa. John McCain er heldur enginn nýgræðingur í tíkinni og er reyndar í vinstra horninu á repúblíkanaflokknum, og þess vegna álít ég að grautfúlir stuðningsmenn Hilary muni frekar kjósa hann ef til kemur að Obama hljóti útnefninguna.
Bjarni Pétursson, 3.6.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.