Ísbjarnarblús í Skagafirði - mun björninn lifa?

Ísbjörn Aðalfréttin á þessum morgni snýst um afdrif ísbjarnarins í Skagafirði. Umhverfissinnar eru þegar byrjaðir að tala um mikilvægi þess að björninn fái að lifa og ekki verði anað að neinu og Húsdýragarðurinn er þegar, undir rós, byrjaður að falast eftir ísbirnininum inn á safnið þó ekki sé vitað hvort almennileg aðstaða sé fyrir hann. Fróðlegt að sjá hvort björninn verði Reykvíkingur.

Mér skilst að Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, ætli að beita sér fyrir því að björninn lifi, verði svæfður og fái að lifa. Spurning hvort að hún vilji að hann verði lokaður inni í safni eða verði fluttur til sinna heimkynna. Þarna mun enn sjást hvort Þórunn nái að heilla umhverfissinnanna eða ergja þá, svipað eins og í Helguvíkurmálinu.

Frægt varð þegar að ísbjörn var drepinn fyrir fimmtán árum, í umhverfisráðherratíð Össurar Skarphéðinssonar, vestur á fjörðum. Umhverfissinnar kenndu honum um að dýrið fékk ekki að lifa en var drepið með mjög umdeildum hætti.

Fróðlegt verður því að sjá hvað verður um þennan björn, hvort hann lifi og lifi því innilokaður á safni, uppstoppaður eður ei.

mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband