Umdeildur lokatónn í skagfirskum Ísbjarnarblús

Ísbjörninn í SkagafirðiUm fátt hefur verið fjallað meira í dag en dauða ísbjarnarins í Skagafirði, lokatónn hins skagfirska Ísbjarnarblús er mjög umdeildur. Hef misst tölu á hversu margar myndir eru komnar á netið af dýrinu og sérstaklega virðist vinsælt að láta mynda tennur dýrsins og veiðimennirnir létu auðvitað mynda sig við ísbjarnarhræið.

Allar eru þessar myndir umdeildar, eins og sést hefur í bloggheimum í dag. Kemur kannski varla að óvörum að náttúrusinnar noti málið til að slá sér upp og tala gegn því að fella slík villidýr. En annað er um að tala en vera á staðnum og þurfa að taka ákvarðanir. Sérstaklega virðist reiðin beinast að Þórunni umhverfisráðherra, sem þó vill greinilega enga ábyrgð taka þó hún hafi veitt leyfi til verksins.

Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvað hægt var að gera annað en skjóta dýrið. Ekki voru svefnlyf tiltæk og tómt mál um að tala að bíða til morguns með að fella dýrið eða þá ella taka aðra ákvörðun um framtíð þess. Held að ekkert annað hafi verið í stöðunni. En margt er afleitt í þessu máli. Sérstaklega er vont að vegurinn hafi ekki verið lokaður af og utanaðkomandi fólki hafi verið leyft að komast á svæðið meðan að dýrið var á lífi. Margt í þessu var gert með þeim hætti að umdeilt verður.

Vonandi læra allir á þessu. Mesta athygli vekur að engin áætlun er til staðar ef slíkt ástand kemur upp að ísbjörn, stórhættulegt villidýr, kemur til landsins og greinilegt að ekki eru svefnlyf til reiðu til að nota á slík dýr. Margt er því að og eflaust þarf að hugsa málin upp á nýtt. Dauði þessa dýrs vekur vonandi vangaveltur um hvað megi bæta og hvort eðlilegt sé að fella slík dýr, þegar að óljóst er hvað hægt sé að gera annað í stöðunni.


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En eins og fram kemur í fréttinni sem er tengd við færsluna þína, þá voru til deyfilyf til að nota á dýrið.  En það var vissulega margt ábótavant í þessum aðgerðum í dag og þótt að ég sé sorgmædd yfir leikslokum þá er ég fegin að Bangsi náði ekki að meiða neinn.

Emelía (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband