Obama styður Ísrael af krafti í baráttu gegn Íran

Barack Obama Greinilegt er eftir ræðu Barack Obama, forsetaframbjóðanda demókrata, hjá AIPAC í dag að hann verður ötull málsvari Ísraels ef hann nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna og mun vinna af krafti gegn Íran, ekkert síður en bæði John McCain og Hillary Rodham Clinton hafa talað um í forsetabaráttu sinni. Þetta eru mikil tíðindi, en þurfa varla að koma á óvart enda mun Obama þurfa á öllu sínu til að ná kjöri í kosningunum í nóvember.

Nú þarf Obama að fara að tala um málefni og kynna áherslur sínar fyrir forsetakosningarnar, tími innlifaðra predikana á flokksvísu er liðinn og nú tekur alvöru barátta við þar sem frambjóðendur þurfa að vera með málefnin á hreinu eigi þeir að vera trúverðugir í framboðinu. Obama slær með þessu á gagnrýni þeirra hægrimanna sem hafa sagt að hann myndi veita afslátt í varnarmálum sem forseti Bandaríkjanna og hann tjáir tryggð sína við Ísrael með mjög afgerandi hætti.

Fyrir nokkrum vikum varð vart við þann misskilning hjá íslenskum vinstrimönnum og svosem fleiri slíkum um víða veröld að Obama myndi ekki taka upp sömu stefnu og Bush forseti í málefnum Írans og Ísraels. Það reynist markleysa, bæði þarf hann að tala eins og Bush forseti í þessum þýðingarmiklu málum til að ná til lykilhópa í kosningabaráttunni og auk þess vill hann ekki marka sig sem mann sem veitir afslátt í varnarmálum nái hann kjöri sem forseti. Með þessu er Obama að sýna vel að hann hefur í raun sömu stefnu í málefnum Ísraels og báðir keppinautar hans um forsetaembættið og fráfarandi forseti.

Mikið verður hamrað eflaust á næstunni með það að Obama sé reynslulaus og veiti afslátt í mikilvægum málefnum. Þessi ræða skýrir línur og eftir hana vitum við betur hvernig forseti Barack Obama myndi verða í lykilmálefnum. Tryggð hans við Ísrael og andstaða við kjarnorkuuppbyggingu í Íran verður varla dregin í efa af vinstrimönnum um víða veröld eftir þetta.

mbl.is Obama heitir Ísrael stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta virðist því vera sami grautur í sömu skál. Enn munu Bandaríkjamenn halda áfram blindum stuðningi sínum við hið grimma hernámsveldi Ísrael og því mun palestínska þjóðin halda áfram að þjást af völdum kúgara sinna.

Sigurður M Grétarsson, 4.6.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það þarf ekki að hamra á þvi,hann sé  reynslulaus,hann er það!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.6.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir Samfylkingarfólk og íslenzka vinstrimenn.

Jón Valur Jensson, 4.6.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband