Dúlluleg mótmæli - trúarhiti vegna símaauglýsinga

Á meðan að flestir hlæja dátt að auglýsingaherferð Símans er greinilegt að kaþólskum er ekki sami hlátur í huga og mótmælir harkalega. Þetta eru dúlluleg mótmæli en um leið skiljanleg þar sem þeim finnst vegið að trú sinni á meðan að flestum öðrum finnst gamanið græskulaust. Þriðja kynslóð farsíma hefur verið auglýst með tilvísan í síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists og meðferðinni á Galíleó á sínum tíma. Sitt sýnist hverjum um framsetninguna en ekki verður um það deilt að Símanum hefur tekist að hitta í mark með markaðssetningunni.

Bæði hefur Símanum tekist að tryggja sér umræðu og fengið jafnvel ókeypis auglýsingu með svo umdeildri framsetningu sem raun ber vitni. Ekki verður af þeim skafið hjá Símanum að þeir hafa náð fram ótrúlegri kynningu á kerfinu og fyrirtækinu á aðeins um sólarhring. Þeir eru fáir sem ekki hafa séð auglýsingarnar og umfang þeirra hefur tryggt að fólki langar til að kynna sér auglýsinguna. Þeim hjá Símanum hefur jafnan tekist að vera með áberandi auglýsingar sem hafa hitt í mark með einum hætti eða öðrum.

Enn tekst það, þó vissulega séu ekki allir á eitt sáttir með auglýsinguna og telji hana annaðhvort tæra snilld eða lúalega smekklausa útfærslu á síðustu kvöldmáltíðinni. Svo mikið er víst að Símanum tekst ætlunarverkið að komast í umræðuna, ná athygli og það massífri. En það var held ég öllum ljóst að þessi framsetning myndi kalla á skiptar skoðanir og deilur. Þetta er einfaldlega þannig efni sem gert er út á.

Á meðan að trúaðir taka sína rimma hlæja aðrir og þar með hefur Símanum tekist sitt. Varla munu þeir beygja af leið fyrir þennan hóp, en þessi mótmæli sýna vel hversu Símanum hefur tekist vel upp við að ná umræðu og skiptum skoðunum.

mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er allsérstakt. Hvað sjá Kaþólskir að þessum auglýsingum? Var ekki Kóbernikus tekinn af lífi og Gallileó kastað í dýflisuna fyrir að vera ekki sammála æðsta ráði Kaþólskukirkjunar?

ég vona innilega að strangtrúaðir Kaþólikkar séu ekki að verða eins öfgakenndir og Íslamistarnir.  

Fannar frá Rifi, 5.6.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er barasta að hugsa um að fá mér 3G....

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.6.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband