Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Hafði ekki hugsað mér að skrifa um dóminn í máli foreldra mannsins sem lést í hörmulegu umferðarslysi á gatnamótum Drottningarbrautar og Þórunnarstrætis hér á Akureyri fyrir nokkrum árum enda finnst mér fréttin tala sínu máli. Þó verð ég að gera það. Skrif sumra sem fréttablogga um þessa frétt eru svo dapurleg að ekki er hægt annað en bera fram þá ósk að lokað verði á þennan möguleika.

Finnst það mjög sorglegt að sumir hér noti tækifærið til að vega að foreldrunum með ómerkilegum skrifum. Þetta er mál sem snertir viðkvæma strengi og betra er að fólk hugsi aðeins áður en skrifað er eitthvað sem betur væri sleppt. Finnst það ómerkilegt þegar að fólk notar nafnleynd til að vega að öðru fólki með þessum hætti og er eiginlega hissa að ekki sé klippt á þá tengingu, enda er þetta mál viðkvæmt.

Flestir hér á Akureyri vita hversu alvarlegt þetta slys var og hversu margir eiga um sárt að binda vegna þess og því finnst mér eðlilegt að velta því fyrir mér hvaða tilgangi skrif sumra um þetta mál þjóni. Eitt er að hugsa ómerkilega hluti um dapurlegt mál en annað er að segja þá. Finnst þetta þessu bloggsamfélagi ekki til sóma.

mbl.is Greiði bætur vegna banaslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér.Þarna eiga margir um sárt að binda.

Fólk ætti að hugsa oftar....Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Guðrún (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:05

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég skil það ekki Stebbi hvers vegna þarf að vera leyfi til að blogga um þessi mál.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.6.2008 kl. 02:05

3 identicon

Hér erum við einmitt komin að máli sem þarf að ræða. Mbl hefur notað þessa reglu en mætti gjarnan nota hana oftar. Þetta eru fréttir um ófarir annarra og gefum óvönduðum ritvöll að velta sér uppúr slíkum atvikum. Sem áður geta menn bloggað um fréttir sem birtast á sinni heimasíðu, og jafnvel vísað í. Ég vona að GMÓ sjái þennan skynsemispunkt. Þeir eru reyndar fleiri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:34

4 identicon

GMaría, Vegna þess að Stefán telur sig tilheyra sömu "social group" og það fólk sem á í hlut.

Við erum öll sálir og synir, dætur, feður, mæður og þetta mál er einmitt áhugavert í ljósi þess hvers kyns greiðslan sé í þessu dæmi, bæði fyrir þann sem greiðir og þá sem fá greitt.  

Ég er alveg sammála því að vanda orðval, en það að einhver(jir) eigi um sárt að binda getur aldrei, eitt og sér verið tilefni til að banna umræðu. 

Fransman (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:40

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Stefán

Mikið er ég sammála þér í þessu máli.

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.6.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband