Hanna Birna tekur við leiðtogahlutverki í borginni

Hanna Birna Kristjánsdóttir Ég fagna því að sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa bundið enda á óvissuna um hver verði næsti borgarstjóri í Reykjavík og hver taki við leiðtogahlutverkinu af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Hanna Birna Kristjánsdóttir er vel að þessu komin. Hef verið þeirrar skoðunar í marga mánuði að hennar tími væri kominn. Eins og staðan er nú er mikilvægt að skipta um kúrs og gefa öðru fólki tækifæri.

Hanna Birna kom inn í borgarmálin í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2002, valin á lista af kjörnefnd og kom það val mörgum að óvörum. Hún hefur verið traust og öflug í sínum verkum, staðið sig mjög vel og áunnið sér traust meðal sjálfstæðismanna. Hún hlaut góða kosningu í prófkjörinu 2005; hlaut flest atkvæði allra frambjóðenda og afgerandi umboð í annað sætið á eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Kannanir hafa að undanförnu staðfest mjög vel að hún nýtur yfirburðarstuðnings í leiðtogahlutverkið og sem næsti borgarstjóri.

Mánuðum saman hefur verið ljóst að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefði ekki lengur styrk og stöðu til að halda áfram sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og verða borgarstjóri að nýju í mars á næsta ári. Ekkert annað var í stöðunni fyrir Vilhjálm, sem hefur ekki náð að vinna vel úr sinni stöðu eftir mörg alvarleg pólitísk mistök síðustu mánuði. Hann bindur enda á óvissuna nú án hiks og að mörgu leyti mjög vel. Þessi ákvörðun var vissulega mjög fyrirsjáanleg, einkum eftir síðustu skoðanakönnun Gallups sem sýndi sögulegt fylgislágmark sjálfstæðismanna.

Nú þarf að snúa vörn í sókn undir forystu nýs leiðtoga. Hanna Birna fær nú tækifæri til að vinna að málum sem leiðtogi í nokkra mánuði áður en hún verður borgarstjóri, hálfri öld eftir að sjálfstæðiskonan Auður Auðuns varð fyrst kvenna borgarstjóri í Reykjavík. Ég óska henni innilega til hamingju með þennan merka áfanga og vona að henni muni ganga vel.

mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Góð niðurstaða og Hanna Birna á örugglega eftir að styrkja stöðu flokksins.
Ég velti svona hlutlaust fyrir mér hvort Óskar Bergsson eigi eftir að reyna að komast með einhverjum hætti inn í þennan meirihluta.

Óðinn Þórisson, 9.6.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband