Bloggarar lækkaðir í tign í Morgunblaðinu?

Ein helsta vangaveltan sem ég heyrði við ritstjóraskiptin á Morgunblaðinu var hvort Ólafur Stephensen myndi lækka moggabloggara í tign og breyta umfjöllun um bloggskrif í blaðinu. Í fyrsta blaði nýja ritstjórans hafði vissulega verið breytt áherslum víða og bloggarar voru einn þeirra þátta blaðsins sem var breytt og fært til. Í stað þess að vera á sömu síðu og teikningar skopmyndateiknarans Sigmund höfðu skrifin verið færð annað, fylgdu nú aðsendum greinum og þjóðmálaumræðu.

Síðan að leiðir skildu með Sigmund og okkar moggabloggarum á sömu síðu hafa orðið augljósar áherslubreytingar með birtingu á bloggskrifum. Breytingin var mjög áberandi og um leið sýndi vel að nýji ritstjórinn hafði aðrar áherslur. Get ekki betur séð en þær séu til hins góða. Finnst eiginlega umfjöllun um bloggið hafa aukist frá því sem var og orðið markvissari. Nú eru bloggfærslur birtar með fréttum, þar sem helstu skrif um tiltekið efni eru til umfjöllunar. Gott dæmi var um daginn þegar að ísbjörninn var drepinn í Skagafirði. Þá var bent á bloggfærslur, bæði með og á móti drápinu.

Finnst ekki felast stöðulækkun fyrir bloggara að færast um síðu á Mogganum. Um daginn var fjallað á miðopnu vel um sigur Barack Obama í forkosningum demókrata. Þar var fín fréttaskýring Karls Blöndals og auk þess vitnað í bloggskrif mín og Daggar Pálsdóttur um niðurstöðuna. Ekki lengur er bara birt viss skrif á einni síðu heldur oft víðar um blaðið vitnað í bloggara og farið eftir fréttum sem eru í gangi sérstaklega. Auk þess er viss bloggdálkur samhliða aðsendum greinum.

Finnst þetta lofa góðu bara og finnst með þessu sannast að Ólafur Stephensen, ritstjóri, ætlar að auka bloggumfjöllun blaðsins og hafa hana víðtækari en áður. Þeir sem spáðu því að minna yrði vitnað í moggabloggið með ritstjóraskiptum hafa því ekki orðið sannspáir og munu þess þá frekar lesa víðar vitnað í þá sem skrifa á bloggkerfinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta sýnist mér líka.  Ólafur byrjar vel.kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.6.2008 kl. 08:37

2 identicon

Ekki er ég sammála um breyttan Mogga.

Mér finnst mikil afturför og útþynning í uppsetningunni og skrifunum.

Að mínu mati er ekki lengur sú vandvirkni í skrifum og umfjöllun og var til staðar.

Ég vil áfram fróðlega, safaríka og bitastæða umfjöllun, ekki svona "snöggsoðningu".

Mogginn er að verða eins og "hin" fríblöðin, þ.e. blað til að fletta en ekki til að lesa. En það er kannski seljanlegra fyrir auglýsendur?

Til hvers á maður þá að vera áskrifandi áfram, þegar einskis eða lítils verður að sakna nema kannski minningargreinanna? Ég er hugsandi um það mál eftir áratuga áskrift.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband