Konunglegt brúðkaup í Kjósinni

Hrafnhildur og Bubbi Ekki gerist það á hverjum degi að konunglegt brúðkaup fari fram á Íslandi. Í huga flestra er Bubbi Morthens jú kóngurinn í íslenskri tónlist og það er tíðindi þegar að hann giftir sig, enda hafa konurnar í lífi hans jafnan verið stór hluti af þeirri tónlist sem hann semur hverju sinni. Hann hefur verið harður nagli í tónlist en líka maður tilfinninga í því sem hann semur.

Hvort sem við þolum Bubba ekki eða dýrkum verður því ekki neitað að hann hefur markað sér sess í íslenskri tónlistarsögu og fáum dettur í hug að afneita, allavega ekki svo trúverðugt sé. Bubbi hefur líka verið eitt mesta yfirlýsingatröll síðustu áratuga, pólitískur og mannlegur í skotheldri blöndu, og nær enn athygli út á það, síðast sem yfirlýsingabloggarinn Ásbjörn sem fær alla til að hafa skoðun á sér, þó að allir fari þeir út í búð og kaupi nýjasta efnið hans. Hann hefur mikil áhrif út á það eitt og sér.

Bubbi er bara fínn. Hef ekki alltaf verið sammála honum. En ég er hrifinn af pólitíska tóninum í honum, yfirlýsingum um mann og annan. Þetta er bara hans stíll. Það væri stílbrot ef Bubbi færi að breyta sér á sextugsaldri fyrir einhverja besservissera úti í bæ. Þetta er Bubbi, hann var fílaður svona í denn og engin þörf á að breyta því á 21. öld.

Og enn kemur ný kona í líf hans. Platan Kona var samin til konunnar í lífi Bubba á níunda áratugnum. Og fyrir Brynju samdi Bubbi heila plötu í upphafi tíunda áratugarins þar sem rómantíkin varð aðalstefið. Flestir munu fylgjast vel með hvort gerð verði ný Konuplata fyrir fegurðardrottninguna Hrafnhildi.

mbl.is Bubbi Morthens gekk í það heilaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Bubbi er alltaf bestur

Hulla Dan, 9.6.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband