Þvílíkur óhugnaður

Ekki er annað hægt en fyllast óhug við að lesa það hvernig bandarísk kona myrti ófríska vinkonu sína, ófætt barn hennar og önnur börn. Ógeðfellt og sorglegt í senn. Eiginlega er það með ólíkindum að lesa svona fréttir og hversu mikil mannvonska er til. Hverskonar sturlun er það sem rekur einstakling í að drepa fólk með svo ógeðslegum hætti. Aðeins tilfinningalaus og sturluð manneskja getur drepið vini sína svona og í ofanálag að fela líkin í þvottavél og þurrkara.

Svona fréttir leiða til þess óneitanlega að hugsað er hversu mannskepnan er grimm. Eflaust eru morð algeng um allan heim, en einhvernveginn er þetta svo sorglegt, ekkert annað hægt að segja. Svona fréttir hafa áhrif á alla sem lesa, þó þetta gerist órafjarri okkar samfélagi.


mbl.is Lífstíðarfangelsi fyrir fjögur morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvar liggja mörk grimmdar og geðveiki? Hvenær hættir grimmdin að vera grimmd og verður geðveiki? Hér er úr vöndu að ráða. Ekki satt?

Gústaf Níelsson, 10.6.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband