Hasar á Akranesi - dramatískur eltingarleikur

Ekki vantar hasarinn á Akranesi í dag, en það er eiginlega ævintýralegt að fylgjast með atburðarásinni í þessum eltingarleik við Skagamanninn sem var svo handtekinn heima hjá sér. Ekki nema von að spurningar vakni um hvað gangi eiginlega á. Þetta er eitt þessara mála sem eiga sér sína forsögu en fer svo í fjölmiðla og hver og einn veltir fyrir sér hvað hafi gerst.

Þetta atvik minnir mjög vel á það, hversu brýnt er að lögreglan sé undir það búin að takast á við verkefni af ýmsu tagi, stór sem smá. Fyrir nokkrum árum þótti ekki öllum sem sitja á Alþingi mikilvægt að breyta skipulagi á yfirstjórn sérsveitar lögreglunnar til að sveitin væri ávallt til taks og sveigjanlegri en áður hefði verið.

Því síður virtist skilningur á því hjá fjölda fólks þá að nauðsynlegt væri að efla sérsveitina og fjölga í henni. Þessi staða sýnir vel hversu rétta stefnu sérsveitin hefur tekið og að hún sé vel búin fyrir ástand sem getur komið úr óvæntustu átt, rétt eins og þessi krísa á Skaganum.


mbl.is Eftirför lokið á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég sé nú ekki ástæðu til að stækka og efla einhverja sérsveit þó einhver aðili fá sér smá bíltúr.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.6.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er alls ekki að segja Ásgrímur að þetta mál eitt sé dæmi um að Sérsveitin sé nauðsynleg. En það koma fyrir þau augnablik að kalla þarf á hana. Við lifum ekki í fullkomnu samfélagi, þar sem allt er slétt og fellt og því er mikilvægt að rétt úrræði við vanda séu til staðar. Ég er á þeirri skoðun að sérsveitin sé nauðsynleg og finnst það reyndar á ummælum um hana á síðustu misserum að fleiri átti sig á því en áður. En reyndar finnst mér andstaða sumra við sérsveitina helgast af heimskulegri andstöðu við Björn Bjarnason.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.6.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband