Nígeríusvindlið blómstrar - óþolandi sendingar

Ég hef heyrt nokkrar sögur af þessu Nígeríusvindli á gmail, þar sem fólk fékk þessa tegund af svikamyllunni senda til sín en slapp við að fá þetta sent til mín sem betur fer. Alltaf er leiðinlegt að heyra um þessa vírusa og þessi Nígeríuskilaboð. Er fátt ömurlegra en þessi bréf þar sem einhverjir skrifa fyrir hönd fallinna afrískra þjóðarleiðtoga og biðja um aðstoð í peningaformi og redda eigi hinum og þessum.

Merkilegast í þessu er að enn falla sumir flatir fyrir þessu rugli. Ekki er langt síðan að það þurfti að vara sérstaklega við Nígeríusvindlinu hér á Netmogganum, var þá varað við vefsíðum sem eru ekkert nema svikamylla í gegn, þar sem reynt er að ná peningum af fólki. Svo mikið hefur heyrst af svona svindli síðustu árin að stórundarlegt er að enn falli fólk fyrir þessu. Lottóskilaboðin að utan eru svo annar kapítuli.

Varla líður sá mánuður, stundum enn skemmra jafnvel, að maður fái ekki einhvers konar svona skilaboð um peningasvindl í tölvupósti. Ekki er hægt að taka mark á svo augljóslegri svikamyllu en vonandi eru allir meðvitaðir um að það er bara verið að hafa það að fífli með þessum póstsendingum.

Skilaboðin eru giska einföld; föllum ekki flöt fyrir peningasvindlinu. Vonandi nær Einar veðurfræðingur aftur yfirráðum yfir netfanginu sínu. Óskemmtileg lífsreynsla þetta.

mbl.is Ný tegund Nígeríusvindls herjar á netföng Gmail
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband